Framvinda
Hreindýr finnast eingöngu á Austurlandi sem skipt er upp í níu hreindýraveiðisvæði og 19 ágangssvæði (sjá mynd 1) sem skiptast svo nánar í talningasvæði (sjá mynd 2). Snæfellshjörð kallast sá hópur hreindýra sem dvelur að sumri í nágrenni Snæfells og Kárahnjúkastíflu. Hún skiptist í Norðurheiðahjörð vestan og norðan Jökulsár á Dal (á veiðisvæði 1) og Fljótsdalshjörð austan hennar (á veiðisvæði 2) (sjá mynd 1). Einungis er fjallað hér um dýr í Snæfellshjörð. Nánar er fjallað um ástand hreindýrastofnsins í heild sinni í árlegum vöktunarskýrslum Náttúrustofu Austurlands. Þar eru m.a. upplýsingar um veiðar, en með því að gefa árlega út leyfi til veiða úr stofninum er þess gætt að dýrum fjölgi ekki um of í honum. Þar eru einnig upplýsingar um breytingar í fallþunga dýranna sem segir m.a. til um þrif í stofninum og er mikilvægur þáttur í stjórn hans.
Mynd 1. Skipting Austurlands í hreindýraveiðisvæði, ágangssvæði og griðlönd 2022 (Skarphéðinn G. Þórisson o.fl. 2022).
Mynd 2. Talningasvæði hreindýra. Talningasvæði á veiðisvæði 1 norðan Kringilsárrana, Sauðárrana og Brúaröræfa eru í þessari umfjöllun hér einu nafni nefnd Norðurheiðar (Skarphéðinn G. Þórisson o.fl. 2022).
Mynd 3. Skarvegin meðaltöl (keðjumeðaltöl) 3ja ára tímabila byggð á sumartalningum Snæfellshjarðar 1965 til 2022 og að hluta talningum á fengitíma á Norðurheiðum frá 2009. Skarin meðaltöl eru gjarnan notuð til draga úr áhrifum af óhjákvæmilegri skekkju í talningum frá ári til árs og gefa þannig oft betri mynd af þróuninni. Engin dýr fundust á veiðisvæði 1 og 2 í sumartalningum 2023.
Breytingar á fjölda hreindýra í Snæfellshjörð frá 1965:
- 1965 - 1976. Fjölgun, hámarki náð 1972 - 1976 (tæp 3600 dýr), engin veiði 1965-1967 og 1970-1971.
- 1977 - 1984. Útrás veldur fækkun, líkur leiddar að því að hluti dýranna hafi farið niður á firði.
- 1985 - 1999. Fjöldi dýra í lágmarki á tímabilinu (sveiflast á milli 1000 - 1500 dýr).
- 2000 - 2007. Fjölgun til 2007, markviss fækkun með veiðum 2005.
- 2008 - 2020. Útrás í austur og norður veldur fækkun á hefðbundnum svæðum í sumartalningum á Snæfellsöræfum og hreindýrin hverfa að mestu úr Kringilsár- og Sauðárrana. Er líður á tímabilið fjölgar þeim í Fljótsdalshjörð, einkum á Vesturöræfum en fækkar undir lok tímabilsins.
- 2021-2022. Fækkun talin stafa af auknu flakki dýra á milli veiðisvæða og hugsanlegu ofmati árana á undan.
Sumarið 2023 fundust engin dýr í sumartalningu á Snæfellsöræfum þann 9. júlí. Stór hluti Norðurheiðahjarðar gengur eins og undanfarin ár sumarlangt nyrst á útbreiðslusvæði hreindýra (Norðurheiðar). Heildarfjöldi hreindýra vestan og norðan Jöklu, í Kringilsárrana, Sauðárrana og á Norðurheiðum að sumarlagi 2023 var áætlaður um um 1125 dýr. Vegna þess hversu erfiðlega hefur gengið að finna þau á Norðurheiðum í júlí hefur fjöldinn undanfarin ár, þó ekki árið 2023, að hluta byggt á talningum á fengitíma og upplýsingum veiði- og heimamanna. Talið er að sveiflur í fjölda hreindýra austan Hálslóns skýrist af því að hreindýr af Snæfellsöræfum ganga sum ár meira austan hefðbundinna sumarhaga þeirra og misjafnt er hvort þau skila sér í júlítalningu Snæfellshjarðar
Dreifing og fjöldi dýr á Snæfellsöræfum að sumarlagi hefur breyst frá 2000 þegar aðal sumarhagar færðust frá Vesturöræfum út á Fljótsdalsheiði og 10 árum síðar yfir á nærliggjandi veiðisvæði (svæði 6 og 7). Dýrunum fjölgaði á Vesturöræfum til 2018 (1159) en fækkaði eftir það og ekkert dýr fannst þar 2022. Fækkun hreindýra á Vesturöræfum er andstætt þróun síðustu ára og hefur dregið úr von um að Vesturöræfin væru að öðlast sinn fyrri sess sem aðal sumarhagar Fljótsdalshjarðarinnar.
Heildarniðurstaðan er sú að fjöldi dýra í Snæfellshjörð sveiflast á milli ára einkum vegna þess að þau skila sér ekki inn á svæðið. Vestan Jöklu, í Kringilsrárrana og Sauðárrana voru þau nærri horfin miðað við júlítalningu en fjölgað nokkuð síðustu ár. Fleiri talningar að sumarlagi gætu upplýst um sveiflur í fjölda dýra á Snæfellsöræfum.
|
Múli |
Undir Fellum |
Vesturöræfi |
Fljótsdalsheiði |
V Jöklu |
Samtals |
---|---|---|---|---|---|---|
2011 |
69 |
211 |
376 |
0 |
52 |
708 |
2012 |
87 |
582 |
281 |
0 |
236 |
1.186 |
2013 |
278 |
42 |
371 |
0 |
39 |
730 |
2014 |
239 |
50 |
559 |
0 |
36 |
884 |
2015 |
261 |
0 |
456 |
0 |
0 |
717 |
2016 |
384 |
0 |
702 |
0 |
26 |
1.112 |
2017 |
13 |
47 |
1 419 |
0 |
22 |
1.501 |
2018 |
92 |
12 |
1.112 |
0 |
25 |
1.241 |
2019 |
258 |
0 |
946 |
18 |
23 |
1.143 |
2020 |
140 |
129 |
284 |
55 |
32 |
640 |
2021 |
0 |
253 |
75 |
0 |
86 |
414 |
2022 |
166 |
110 |
0 |
0 |
111 |
387 |
Verkfræðistofnun Háskóla Íslands sá um hreindýratalningar úr lofti á burðartíma norðan Brúarjökuls fyrir Landsvirkjun 1993 - 2013. (Sjá skýrslu: Hreindýratalning norðan Vatnajökuls LV-2013/127).
Frá 2005 hefur Náttúrustofa Austurlands séð um athuganir á burði hreindýra af landi og í seinni tíð úr lofti og með hjálp GPS tækja. Framan af var einkum talið á landi á Snæfellsöræfum, en á síðari árum hefur rannsóknasvæðið stækkað til norðurs samfara færslu dýranna undanfarin ár.
Árið 2015 kom út skýrsla með samantekt burðarrannsókna frá 9 ára rannsóknatímabili (2005-2013) LV-2015/130 og árið 2021 kom út skýrsla þar sem gerð var grein fyrir niðurstöðum rannsókna frá 2005-2020. Sú samantekt leiddi í ljós að sífellt færri dýr báru á fyrrum þekktum burðarsvæðum næst uppistöðulónum, virkjunum og öðrum mannvirkjum þeim tengdum frá árinu 2009. Árið 2020 fundust aðeins 12% af áætluðum fjölda kúa á veiðisvæði 2 í burðarathugunum. Þær kýr sem enn héldu sig á veiðisvæði 2, vorin 2014-2020, virtust þó aftur vera að færa sig nær virkjunarmannvirkjum inná Vesturöræfum, en aðeins í fremur snjóléttum vorum. Lág kálfahlutföll í júlí á veiðisvæði 2 á síðustu árum athugunnar (2018-2020) vöktu áhyggjur. Ekki var hægt að útiloka að það tengist verra aðgengi hreinkúa að góðum burðarsvæðum. Sú staðreynd að snjóléttasti hluti Vesturöræfa fór undir lón gætu hafa valdið því að Vesturöræfi urðu einsleitari valkostur og eru því líklega ekki eins hentugt til burðar og áður. Þá er óljóst hvað áhrif aukið aðgengi að svæðinu samfara virkjunarframkvæmdum hefur haft, en burðartíminn er sá tími þar sem kýrnar eru hvað viðkvæmastar fyrir truflun, aðgengi að fæðu er hvað mest takmarkað og kálfar eru á sérlega viðkvæmu stigi. Þegar hróflað er við burðarsvæði lítils stofns þarf að gera ráð fyrir áhrifum, þó slík áhrif geti tekið sinn tíma í að koma fram. Óljóst er hvar meirihluti kúa af veiðisvæði 2 hafa borið undanfarin ár, en mikilvægt er öðlast betri skilning á því.
Frá 2021 hafa burðarsvæði verið kortlögð og hafa talningar gengið misvel. Vöktun var með hefðbundnu sniði á burðarsvæðum vorið 2023. Eftir illa heppnað burðarflug vorið 2022 gekk vel að telja á burðartíma 2023, einkum á veiðisvæði 1, en þar hjálpuðu kýr með GPS hálskraga mikið. Allt að 200 kýr fundust á veiðisvæði 1 við talningu, einkum á í kringum Ytri- og Syðri-Háganga, en einnig fundust dýr í Kringilsárrana og Sauðárrana. Á veiðisvæði 2 og rétt utan marka þess á veiðisvæðum 7 og 8 fundust ríflega 100 kýr í burðartalningum. Ekki er hægt að útiloka að hópar hafi verið tvítaldir á veiðisvæði þar sem talningarnar þar fóru fram með hálfs mánaða millibili.
Rannsóknir á dreifingu og hagagöngu hreindýra í Snæfellshjörð með GPS senditækjum hófst árið 2009, eftir að Kárahnjúkavirkjun hóf rekstur. Niðurstöður rannsókna á hagagöngu átta hreinkúa með GPS tæki árin 2009-2011 voru birtar haustið 2014 (NA-140140). Í tengslum við burðarrannsóknir 2014-2020 voru sex ný senditæki sett á hreinkýr í Snæfellshjörð á árunum 2017-2020og er gerð grein fyrir þeim hér. Við upphaf árs 2023 voru einungis tvær kýr með virk GPS senditæki, en átta kýr til viðbótar voru merktar vorið 2023 (NA-220236).
Landsvirkjun og Náttúrustofa Austurlands hafa endurskoðað vöktun og rannsóknir á áhrifasvæði virkjunarinnar í seinni tíð m.a. með meiri áherslu á samþættingu hreindýra- og gróðurrannsókna og enn fremur um möguleg áhrif hinnar miklu fjölgunar heiðagæsa
Hrágögn í exel skjali skjal frá Náttúrustofu Austurlands birt með leyfi.
Uppfært: 17. september 2024
Heimild: Náttúrustofa Austurlands (2024)
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt ?
Fjöldi hreindýra og dreifing á Snæfellsöræfum þ.e. Brúaröræfum, Vesturöræfum, Undir Fellum, á Múla og Hraunum. (Áhrif framkvæmda: óbein).
Áætlun um vöktun
Bein talning og ljósmyndir teknar úr flugvél í 1-2. viku júlímánaðar eru notaðar til að áætla fjölda dýra.
Markmið
Ekki meira en 15% fækkun verði í hreindýrastofninum á Vesturöræfum, Múla og Hraunum austan Snæfells.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Einungis er um vöktun að ræða
Breytingar á vísi
Grunnástand
Fylgst hefur verið með dreifingu og samsetningu Snæfellshjarðar yfir sumarið frá 1965 með talningum úr flugvél í 1.-2. viku júlí (mynd 3 og 4). Dýrunum fjölgaði frá 1965 og náðu hámarki 1972 og 1976 eða rúmlega 3500 dýr. Næstu tíu árin fækkaði þeim um helming og var sá fjöldi nokkuð stöðugur til ársins 2000. Næstu sex árin fjölgaði í Snæfellshjörðinni í tæp 3000 dýr og samtímis gengu þau að mestu á Fljótsdalsheiði í stað Vesturöræfa sem höfðu verið aðal sumarbeitiland þeirra. Eftir 2006 fækkaði Snæfellsdýrunum austan Hálslóns.
Hluti dýra úr Snæfellshjörð hefur gengið vestan Hálslóns (þ.e. í Kringilsár- og Sauðárrana) á talningartíma að sumri, allt frá 1965 (mynd 5). Þar voru í talningum að meðaltali 230 dýr á árunum 1987 til 1999 og 220 dýr frá 2000 til 2012. Þær breytingar urðu 2007 að fullorðnir tarfar komu ekki lengur í Kringilsárrana eins og þeir höfðu gert tíu ár þar á undan.
Mynd 4. Sumartalningar á Snæfellshjörð 1965-2007. Fjöldi norðan Jökuldals byggir að hluta á öðrum upplýsingum en hefðbundnum sumartalningum.
Mynd 5. Fjöldi hreindýra úr Snæfellshjörð vestan Hálslóns (í Kringilsár- og Sauðárrana) samkvæmt sumartalningum 1979-2007
Uppfært: 20. júní 2022
Heimild: Náttúrustofa Austurlands (2022)
Forsendur fyrir vali á vísi
Kárahnjúkavirkjun mun hafa áhrif á nokkur búsvæði hreindýra en óljóst er hvort þetta mun hafa einhver áhrif á stærð stofnsins eða eingöngu breyta atferli dýranna. Hreindýr voru fyrst flutt til landsins á ofanverðri átjándu öld til búnytja. Þau eru Austfirðingum mikilvæg, bæði vegna tekna af árlegum veiðum, en ekki síður sem tíguleg dýr sem setja svip sinn á umhverfið.
Áhrif Kárahnjúkavirkjunar eru fólgin í skerðingu beitilanda hreindýra vegna lands sem fer undir Hálslón og uppistöðulón á Múla og Hraunum, skerðingu burðarsvæða í Hálsi vegna þess að hluti þeirra fer undir Hálslón, truflunar á vor- og haustfari hreindýra yfir Jöklu innan Kárahnjúka og truflunar sem framkvæmdir, nýir vegir og aukin umferð kunna að valda á fari hreindýra. Landsvirkjun hefur styrkt rannsóknir á farhegðun hreindýra, bæði þeirra sem teljast til Snæfellshjarðar og aðliggjandi hjarða. Farvegur Jökulsár á Dal liggur um mitt lónsstæðið. Austan við hann fór 19 km2 af grónu landi í Hálsi undir vatn, en vestan við hann einn km2 af grónu landi í Kringilsárrana og 12 km2 norðan hans, eða samtals 13 km2 vestan árinnar. Gróðurlendi sem fór undir vatn í lónum á Múla og Hraunum er um 6 km2
Ítarefni
NA-220236 - Vöktun hreindýra 2022 og tillaga um veiðikvóta og ágangssvæði 2023
Náttúrustofa Austurlands leggur til að veiðikvóti ársins 2023 verði 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar sem er 120 dýrum færra en í fyrra. Jafnframt er lagt til að mörk veiði- og ágangssvæða verði óbreytt en ágangssvæði 8 og 9 tengist veiðisvæði 3 en ekki 2 eins og verið hefur. Eins og fyrri ár verði kúaveiði heimiluð í nóvember á veiðisvæðum 8 og 9 og skara megi kúaveiði milli þessara svæða ef þörf þykir. Kannað verði hvernig megi tryggja að tarfaveiði á svæði 9 nái tilgangi sínum til að minnka líkur þess að hreindýr fari vestur fyrir Breiðamerkurlón svo og að draga úr gróðurskemmdum af völdum þeirra á Breiðamerkursandi. Eins og fyrr er lagt til að kálfar og veturgamlir tarfar verði friðaðir.
Gerð er grein fyrir vöktun hreindýrastofnsins 2022 og forsendur sem liggja til grundvallar kvótatillögum skýrðar. Líkamlegt ástand dýra er metið út frá upplýsingum um fallþunga og bakfitu veiddra dýra árið 2022. Eins og fyrri ár er ljóst að auka þarf mælingar á bakfitu og fallþunga á veiðisvæðum 8 og 9. Gerð er grein fyrir þéttleika dýra að vetri. Stærð og hlutfallsleg skipting hreindýrahaga eftir ástandi lands er sýnd eftir veiðisvæðum. Fjallað er um frjósemi, burð, fjölda dýra og nýliðun, auk þess sem aldurs- og kynjahlutfall er skoðað. 10 kýr voru með virk GPS staðsetningartæki á árinu. Stefnt er að því að endurheimta rafmagnslausa kraga og fjölga kúm með virka senda á útmánuðum 2023, einkum á svæðum 2, 6 og 7.
English summary is found on the first pages of the report.
Snæfellshjörð, Áhrif náttúru og manna á líf Snæfellshjarðar í ljósi vöktunar síðustu áratugi og staðsetninga hreinkúa með GPS-hálskraga 2009 - 2011
Skýrsla Náttúrustofu Austurlands: NA-14040