Ársfundur 2021
Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2021 var haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum miðvikudaginn 20. október kl. 10:00-14:00
Þema fundarins Jafnréttismál í víðu samhengi. Á fundinum munu sérfræðingar Jafnréttisstofu, Austurbrúar, Landsvirkjunar og Alcoa Fjarðaáls fjalla um jafnrétti frá ýmsum sjónarhornum.
Fundarstjóri: Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.
Dagskrá
- 10:00 Setning, Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélag og umhverfi hjá Landsvirkjun.
- 10:10 Jafnrétti í vegferðinni að sjálfbærni, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.
- 10:50 Kynjamynd af Austurlandi 2.0, Tinna Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Austurbrú.
- 11:30 Hádegisverður
- 12:25 Jafnréttismál hjá Landsvirkjun, Sturla Jóhann Hreinsson, starfsmannastjóri hjá Landsvirkjun.
- 13:05 Jafnréttismál hjá Alcoa Fjarðaáli, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli
- 13:45 Breytingar á vísum
- 13:55 Samantekt
- 14:00 Fundarslit
Samantekt
Þátttakendur á ársfundinum voru rúmlega 40. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum hér fyrir neðan.
Setning fundar
Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun ræddi um uppruna verkefnisins og þá framsýni sem sýnd var við stofnun þess fyrir næstum 20 árum. Einnig benti hún á mikilvægi þess fyrir fyrirtækin og samfélagið. Þá vakti hún áthygli á því flotta gagnasafni sem komið er eftir þann tíma sem verkefnið hefur verið rekið og hvatti til notkunar þess.
Jafnrétti í vegferðinni að sjálfbærni
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu byrjaði að kynna örstutt starf jafnréttisstofu áður en hún hóf erindið sitt. Bryndís kom inn á tenginu sjálfbærni og jafnréttis og vísaði m.a. í Bruntlandskýrsluna. Hún sagði að þegar farið var að vinna með sjálfbærni fyrir nokkrum áratugum kom strax fram mikilvægi kynjajafnréttis sem einnar undirstöðu sjálfbærrar þróunar. Bryndís fjallaði örstutt um stöðu kvenna almennt á heimsvísu og tengingu jafnréttismála við heimsmarkmið sameinuðuþjóðanna. Komið var inn á hversu flókin jafnréttismál eru og því er nauðsynlegt að vinna á mörgum sviðum til að ná árangri í þeim málaflokkum. Þótt margt hafi áunnist í jafnréttismálum á Íslandi er enn verk að vinna. Bryndís kom inn á mikilvægi þess að eiga gögn og mælikvarða. Einnig kom hún aðeins inn á lagaumgjörð jafnréttismála á Íslandi og fjallaði um launamun kynjanna, hvaða skýringar eru á honum og hvaða hindranir eru í vegi fyrir því að jafna laun.
Upptaka af erindi sem Bryndís Elfa flutti - Glærur
Kynjamynd af Austurlandi 2.0
Tinna Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Austurbrú flutti erindi um kynjamynd af Austurlandi. Tinna talaði um að hún hafi áður tekið saman efni um kynjamynd af Austurlandi fyrir nokkrum árum og hafi hún nú uppfært gögnin og vonast eftir að staðan hefði batnað meira en raun varð. Hún fór yfir skilgreiningar og lagaramma jafnréttis og ræddi hvað ákvæðin í lögunum þýða. Tinna fór síðan yfir stöðuna á Austurlandi og þá staðreynd að konur fari frekar frá Austurlandi en karlar. Menntaðar konur koma síður til baka þar sem skortir oft atvinnutækifæri. Tinna fór yfir tölfræði jafnréttismála á Austurlandi og spurði hvað við gætum gert til að samþætta jafnrétti betur í alla þætti atvinnulífs og samfélags. Hún ræddi mikilvægi þess að viðurkenna ójafna stöðu kynja. Það þarf að gera margt en það er ekki "vesen" að vinna að jafnrétti heldur felast í því tækifæri fyrir samfélagið.
Upptaka af erindi sem Tinna flutti - Glærur
Jafnréttismál hjá Landsvirkjun
Sturla Jóhann Hreinsson starfsmannastjóri hjá Landsvirkjun ræddi um stöðu jafnréttismála hjá Landsvirkjun. Hluti að sjálfbærnivinnu Landsvirkjunar er að huga að jafnréttismálum. Sturla fór yfir það sem nefnt er "Jafnréttisvegferð" fyrirtækisins, mælikvarða fyrirtækisins í jafnréttismálum og tengingar við heimsmarkmið. Fyrirtækið fékk utanaðkomandi aðila til að taka út menningu fyrirtækisins með tilliti til jafnréttis og í framhaldinu var unnið með aðgerðir til að bæta það sem ekki reyndist nægilega gott og skilgreind umbótaverkefni. Tekið var á fjölmörgu m.a. orðræðu, notkun myndefnis, vinnuumhverfi, hverjir koma fram fyrir fyrirtækið og margt fleira. Bætt vinnustaðamenning þar með talin vel útfærð vinna til að auka jafnrétti er líka hagkvæm fyrir fyrirtækið og bætir árangur þess. Fram kom að vinna með menningu á vinnustað er langtímaverkefni og verður ekki afgreitt á nokkrum árum.
Umræða var um hvort aðgerðir Landsvirkjunar gengu einnig út á það að fjölga körlum í störfum þar sem konur eru í meiri hluta. Einnig voru umræður um hvernig fjórða iðnbyltingin hefur breytt störfum og hvernig það kæmi niður á störfum karla og kvenna.
Upptaka af erindi sem Sturla flutti - Glærur
Jafnréttismál hjá Alcoa Fjarðaáli
Dagmar Ýr Stefánsdóttir yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli ræddi stöðuna jafnréttismála hjá Alcoa Fjarðaál. Hún sagði að þar sem Alcoa Fjarðaál sé ungt fyrirtæki var frá byrjun stefnt á að hafa jafnrétti að leiðarljósi. Hlutfall kvenna er hærra í þessu álveri en annars staðar í heiminum. Það er einnig þannig að stórt fyrirtæki í listlu samfélagi þarf að geta nýtt allt vinnuaflið og vitað er að vinnustaður með jöfnu kynjahlutfalli er betri en einsleitur vinnustaður. Það hefur verið unnið með ýmsa þætti m.a. verið meðvitund innan fyrirtækisins um að láta myndmál og annað í auglýsingum höfða til bæði karla og kvenna, og breyting á vaktakerfi var eitt af því sem auðveldaði konum að starfa hjá fyrirtækinu. Dagmar Ýr talaði um ýmsar aðgerðir hjá fyrirtækinu sem miðað að því að auka jafnrétti m.a. í kjölfar #MeeToo hreyfingarinnar og annað í vegferð fyrirtækisins varðandi jafnréttismál.
Dagmar bendir á að árangur byggist mikið á fræðslu og því er lögð áhersla á hana. Einnig bendir hún á að ekki er einungis um að ræða jafnrétti karla og kvenna heldur einnig hinsegin fólks og fyrirtækið tekur mið af því í jafnréttisvegferð sinni.
Upptaka af erindi sem Dagmar Ýr flutti - Glærur
Lokaorð
Björn Ingimarsson fundarstjóri sagði frá að flutt hefðu verið áhugaverð erindi á fundinum. Jóna Bjarnadóttir fór yfir upphaf verkefnisins. Bryndís Elfa talaði meðal annars um tengsl jafnréttis og sjálfbærni. Tinna kom með áhugaverð tölfræðigögn um jafnrétti kynja á Austurlandi og fram kom að til þess að fá ekki bakslag í jafnréttisbaráttuna er mikilvægty að vera alltaf vakandi á þeim vettvangi eins og fram kom í innleggjum frá Sturlu og Dagmar Ýr um jafnréttismál Landsvirkjunar og Alcoa Fjarðaáls.
Myndir af fundi
Breytingar á vísum
Skjal um breytingar á heiti vísa og vísanúmerum í tengslum við hönnun á nýrri heimasíðu. Engar efnislegar breytingar hafa orðið á vísum.
Breytingar á vísum 2021 | Sjálfbærniverkefni á Austurlandi (sjalfbaerni.is)
Þátttakendur
Nafn | Fyrirtæki, stofnun, félag |
---|---|
Alda Marín Kristinsdóttir | Austurbrú |
Anna Berg | Fjarðabyggð |
Anna Sigurveig Magnúsdóttir | Austurbrú |
Arnar Úlfarsson | Austurbrú |
Árni Jóhann Óðinsson | Landsvirkjun |
Berglind H Svavarsdóttir | Múlaþing/Sveitarstjórn |
Björn Ingimars | Múlaþing |
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir | Jafnréttisstofa |
Bryndís Fiona Ford | Hallormsstaðaskóli |
Bylgja Borgþórsdóttir | Múlaþing |
Dagmar Ýr Stefánsdóttir | Alcoa Fjarðaál |
Esther Ösp Gunnarsdóttir | Austurbrú |
Freyr Ævarsson | Múlaþing |
Gauti Jóhannesson | Múlaþing |
Guðrún Á. Jónsdóttir | Austurbrú |
Hekla Kolka Hlöðversdóttir | Alcoa Fjarðaál |
Helen Garðarsdóttir | Landsvirkjun |
Helgi Hlynur Ásgrímsson | Múlaþing |
Hjalti Jóhannesson | Rannsóknamiðstöð HA |
Jóna Árný | Austurbrú |
Jóna Bjarnadóttir | LV |
Kenneth Svenningsen | Launafl ehf |
Ketill Hallgrímsson | Fjarðabyggð |
Kristján Valur Sigurðsson | Á eigin vegum |
María Ósk Kristmundsdóttir | Alcoa |
Óðinn Gunnar Óðinnsson | Múlaþing |
Ólafur A. Jónsson | Landsvirkjun |
Páll Freysteinsson | Alcoa Fjarðaál |
Ragna Fanney Jóhannsdóttir | Vatnajökulsþjóðgarður |
Ragnheiður Ólafsdóttir | Landsvirkjun |
Rebekka Rán Egilsdóttir | Alcoa |
Sandra María Ásgeirsdóttir | Alcoa |
Signý Ormarsdóttir | Austurbrú |
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir | Múlaþing |
Smári Kristinsson | ALCOA |
Sturla Jóhann Hreinsson | Landsvirkjun |
Tinna K. Halldórsdóttir | Austurbrú |
Unnur Birna Karlsdóttir | HÍ |
Valdís Vaka Kristjánsdóttir | Austurbrú |
Þröstur Jónsson | Múlaþing |