Ársfundur 2016
Sjötti ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var haldinn í Valaskjálf, Egilsstöðum, þriðjudaginn 3. maí 2016 kl. 14 - 18.
Að þessu sinni var sjónum beint að stöðu og framtíð verkefnisins.
Fundarstjóri: Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
Dagskrá
- 14:00: Setning, Ragna Árnadóttir, Landsvirkjun
- 14:10: Staða Sjálfbærniverkefnisins og sýn stýrihóps, Árni Jóhann Óðinsson, Landsvirkjun
- 14:35: Sjálfbærniverkefni á Norðurlandi, Valur Knútsson, Landsvirkjun
- 14:50: Sóknaráætlun Austurlands, Björg Björnsdóttir, fulltrúi sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú
- 15:05: Kaffihlé
- 15:35: Hópastarf - Stöðugreining Sjálfbærniverkefnisins, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Landsvirkjun og María Ósk Kristmundsdóttir, Alcoa Fjarðaál, stýra vinnunni.
- 16:50: Kynning á helstu niðurstöðum hópastarfs
- 17:10: Athyglisverðar niðurstöður vöktunar 2015
- Hákon Aðalsteinsson, Landsvirkjun, gerir grein fyrir umhverfisvöktun vegna Kárahnjúkavirkjunar
- Guðmundur Sveinsson Kröyer, Alcoa Fjarðaál, fer yfir niðurstöður um flúorlosun og flúor í grasi og beinum.
- 17:40: Tillögur um breytingar á sjálfbærnivísum
- 17:50: Samantekt / umræður
- 18:00: Fundarslit
Samantekt
Setning: Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar setti fundinn. Í setningarræðu sinni ræddi hún um þau verðmæti sem fólgin eru í Sjálfbærniverkefninu og að hollt væri að skoða hvort breytinga er þörf til að tryggja að þau nýtist sem best.
Árni Jóhann Óðinsson rakti sögu verkefnisins, fór yfir stöðu þess og velti upp spurningum og hugmyndum um þróun þess. Þá kom fram að Landvernd hefur ákveðið að hætta þátttöku í verkefninu og þakkaði Árni þeim gott samstarf og mikilvægt innlegg í verkefnið.
Valur Knútsson sagði frá byggingu Þeystareykjavirkjunar og sjálfbærniverkefni sem er að fara af stað á Norðurlandi í tengslum við framkvæmdirnar. Verkefnið verður minna en verkefnið á Austurlandi en undirbúningurinn héðan nýttur og víðtækt samráð haft um þróun þess. Tillögur komu að rúmlega 100 vísum en unnið er að því að skera þá niður og hefst vöktun vonandi í sumar.
Björg Björnsdóttir, verkefnastjóri sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú, sagði frá Sóknaráætlun Austurlands og íbúafundinum „Austurlandið mitt“, sem haldinn var 15. mars 2016 í tengslum við endurskoðun áætlunarinnar. Björg benti á að sárlega vanti hagvísa fyrir svæðið þó ýmsir aðilar vinni gögn, hver í sínu horni. Í tilefni 10 ára afmælis verkefnisins á næsta ári mætti skoða aukna samvinnu milli aðila sem fylgjast með samfélagsþróun á Austurlandi.
María Ósk Kristmundsdóttir og Jóhanna Harpa Árnadóttir stýrðu hópastarfi. Fundarmenn skiptust í 6 hópa sem ræddu styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri verkefnisins. Áberandi í umræðunni var þörf fyrir aukið samstarf og kynningu verkefnisins sjá samantekt með niðurstöðum.
Hákon Aðalsteinsson sagði frá umhverfisvöktun vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hann benti á að erfitt er að rekja breytingar sem greinast á umhverfi til framkvæmda þar sem aðrir þættir spila inn í. Til dæmis er fjölda hreindýra stjórnað með veiðum og því segir talning þeirra ekkert um áhrif framkvæmda. Sumar breytingar eru mjög hægfara og greinast ekki fyrr en eftir áratugi. Hann varpaði fram spurningu um það hvort verkefnið muni krefjast þess að vöktun verði haldið áfram á vísum sem Umhverfisstofnun leyfir að hætt sé að fylgjast með.
Guðmundur Sveinsson Kröyer fór yfir mælingar á flúor í grasi og í kjálkabeinum sauðfjár í Reyðarfirði. Hann ræddi um niðurstöðurnar í samhengi við veðurskilyrði eins og úrkomu og hitahvörf. Þá hafa menn spurt sig hvort björtu sumrin á Íslandi valdi því að plöntur séu opnari en ella fyrir mengun.
Fyrir fundinum lágu tillögur um breytingar á fimm sjálfbærnivísum og voru þær allar samþykktar samhljóða.
Geir Sigurpáll Hlöðversson lauk fundinum með stuttri samantekt. Þá þakkaði hann Fríðu Björgu Eðvarðsdóttur fulltrúa Landverndar í stýrihóp fyrir hennar góða framlag til verkefnisins og hún óskaði verkefninu góðs gengis með kveðju frá Landvernd.
Þátttakendur
Nafn | Fyrirtæki, stofnun, félag |
---|---|
Björn Ingimarsson | Fljótsdalshérað |
Freyr Ævarsson | Fljótsdalshérað |
Valur Knútsson | Landsvirkjun |
Árni Jóhann Óðinsson | Landsvirkjun |
Pétur Ingólfsson | Landsvirkjun |
Lilja Bjarnadóttir | Landsvirkjun |
Ragnheiður Ólafsdóttir | Landsvirkjun |
Fríða Björg Eðvarðsdóttir | Landvernd |
Hákon Aðalsteinsson | Landsvirkjun |
Ragna Árnadóttir | Landsvirkjun |
Georg Pálsson | Landsvirkjun |
Ívar Páll Jónsson | Landsvirkjun |
Kristín Ágústsdóttir | Náttúrustofa Austurlands |
Aníta Júlíusdóttir | Landsvirkjun |
Steinn Ágúst Steinsson | Landsvirkjun |
Marinó Stefánsson | Fjarðabyggð |
Smári Kristinsson | Alcoa Fjarðaál |
Guðmundur Sveinsson Kröyer | Alcoa Fjarðaál |
Páll Freysteinsson | Alcoa Fjarðaál |
Dagný Björk Reynisdóttir | Alcoa Fjarðaál |
Geir Sigurpáll Hlöðversson | Alcoa Fjarðaál |
Gunnar Jónsson | Fljótsdalshérað |
Signý Ormarsdóttir | Austurbrú |
Valdimar O. Hermannsson | Brammer |
Sindri Óskarsson | Landsvirkjun |
Dagbjartur Jónsson | Landsvirkjun |
Sverrir H. Sveinbjörnsson | Landsvirkjun |
Guðmundur Davíðsson | Hitaveita Egilsstaða og Fella |
Ketill Hallgrímsson | |
Ragnar Sigurðsson | Alcoa Fjarðaál |
Hilmar Sigurbjörnsson | Alcoa Fjarðaál |
Ólöf Vilbergsdóttir | Fjarðabyggð |
Katrín Reynisdóttir | Austurbrú |
Sigrún Víglundsdóttir | Austurbrú |
Jónína Brá Árnadóttir | Seyðisfjarðarkaupstaður |
Jóna Árný Þórðardóttir | Austurbrú |
Guðrún Á. Jónsdóttir | Austurbrú |
Björg Björnsdóttir | Austurbrú |
Jóhanna Harpa Árnadóttir | Landsvirkjun |
María Ósk Kristmundsdóttir | Alcoa Fjarðaál |