Fara í efni

NA-220236 - Vöktun hreindýra 2022 og tillaga um veiðikvóta og ágangssvæði 2023

Nánari upplýsingar
Titill NA-220236 - Vöktun hreindýra 2022 og tillaga um veiðikvóta og ágangssvæði 2023
Undirtitill NA-220236
Lýsing

Náttúrustofa Austurlands leggur til að veiðikvóti ársins 2023 verði 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar sem er 120 dýrum færra en í fyrra. Jafnframt er lagt til að mörk veiði- og ágangssvæða verði óbreytt en ágangssvæði 8 og 9 tengist veiðisvæði 3 en ekki 2 eins og verið hefur. Eins og fyrri ár verði kúaveiði heimiluð í nóvember á veiðisvæðum 8 og 9 og skara megi kúaveiði milli þessara svæða ef þörf þykir. Kannað verði hvernig megi tryggja að tarfaveiði á svæði 9 nái tilgangi sínum til að minnka líkur þess að hreindýr fari vestur fyrir Breiðamerkurlón svo og að draga úr gróðurskemmdum af völdum þeirra á Breiðamerkursandi. Eins og fyrr er lagt til að kálfar og veturgamlir tarfar verði friðaðir.
Gerð er grein fyrir vöktun hreindýrastofnsins 2022 og forsendur sem liggja til grundvallar kvótatillögum skýrðar. Líkamlegt ástand dýra er metið út frá upplýsingum um fallþunga og bakfitu veiddra dýra árið 2022. Eins og fyrri ár er ljóst að auka þarf mælingar á bakfitu og fallþunga á veiðisvæðum 8 og 9. Gerð er grein fyrir þéttleika dýra að vetri. Stærð og hlutfallsleg skipting hreindýrahaga eftir ástandi lands er sýnd eftir veiðisvæðum. Fjallað er um frjósemi, burð, fjölda dýra og nýliðun, auk þess sem aldurs- og kynjahlutfall er skoðað. 10 kýr voru með virk GPS staðsetningartæki á árinu. Stefnt er að því að endurheimta rafmagnslausa kraga og fjölga kúm með virka senda á útmánuðum 2023, einkum á svæðum 2, 6 og 7.


English summary is found on the first pages of the report.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Skarphéðinn G. Þórisson
Nafn Rán Þórarinsdóttir
Nafn Fríða Jóhannesdóttir
Flokkun
Flokkur Hreindýr
Útgáfuár 2023
Útgefandi Náttúrustofa Austurlands
ISBN ISBN 978-9935-9670-7-7
Leitarorð Veiðikvóti, ágangssvæði, þéttleiki, hreindýrahagar, frjósemi, burður, talningar, nýliðun, dánartíðni, fallþungi, aldurs- og kynjasamsetning, fengitími og GPS staðsetningar.