Fara í efni

Framvinda

Ekki hefur verið framkvæmd könnun á meðal íbúa um ánægju með opinbera þjónustu á Austurlandi. Hinsvegar hefur Alcoa Fjarðaál spurt um ánægju með opinbera þjónustu í viðhorfskönnunum sínum meðal íbúa Austurlands frá 2007. Til fróðleiks eru þær niðurstöður birtar hér.

 
Sjálfbærni.is
Mynd 1. Úr viðhorfskönnun Capacent fyrir Alcoa. Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með þá þjónustu sem er í boði á Austurlandi?
 
Mynd 2. Svarhlutfall ánægðra, hvorki né og óánægðra. Undir flokkinn Ánægð(ur) eru svör þátttakenda sem sögðust vera: Að öllu leyti ánægð(ur), Mjög ánægð(ur) og Frekar ánægð(ur). Undir flokkinn Óánægð(ur) eru svör þátttakenda sem sögðust vera: Að öllu leiti óánægð(ur), Mjög óánægð(ur) og Frekar óánægð(ur).
 

Mynd 3. Meðaltal á skalanum 1-7 út frá svörun þátttakenda. Að öllu leyti ánægð(ur) (7), Mjög ánægð(ur) (6), Frekar ánægð(ur) (5), Hvorki né (4), Frekar óánægð(ur) (3), Mjög óánægð(ur) (2) og Að öllu leyti óánægð(ur) (1).


 
Sjálfbærni.is

Mynd 4. Þeir sem sögðust vera óánægðir með þjónustu í boði á Mið-Austurlandi (sp. 5) voru spurðir þessarar spurningar. Ath. að 2018 og fyrr voru þeir sem sögðust vera hvorki ánægðir eða óánægðir einnig spurðir þessarar spurningar og því ber að túlka þróun með varúð.

Hægt er að skoða eldri skýrslur Capacent um viðhorfskannanir í skýrslugrunni vefsins.

Uppfært: 6. júní 2024
Heimild: Viðhorfskönnun Capacent Gallup 2023

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Ánægja íbúa með opinbera þjónustu í sveitarfélögum. (Áhrif framkvæmda: afleidd)

Áætlun um vöktun

Spurningalisti verður útbúinn í samvinnu við Gallup.

Markmið

Verður ákvarðað í samvinnu við sveitarfélög þegar niðurstöður úr fyrstu könnun liggja fyrir.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Breytingar í þriðja áfanga:

Nafn vísisins var upphaflega ,,Heilbrigðisþjónusta í nálægum byggðum“ en í þriðja áfanga var nafninu breytt í ,,Opinber þjónusta í nálægum byggðum". Tilgangur breytingarinnar var að aðlaga nafnið svo það ætti við um báða mælikvarðana í vísinum, en upphaflega var um að ræða einn mælikvarða: Ánægja íbúa til heilbrigðisþjónustu á Austurlandi. Í þessum áfanga bættist við nýr mælikvarði: Ánægja íbúa með opinbera þjónustu í sveitarfélögum. Var mælikvarðanum bætt við vegna skýrrar óskar frá þátttakendum á upplýsingafundi um að bæta við mælikvarða af þessum toga.

Í uppfærslu á vef 2020 var vísinum skipt aftur upp í tvo vísa: 1.6.1 Heilbrigðisþjónusta og 1.6.2 Opinber þjónusta.


Þessi vísir var upphaflega númer 7.1 . Þá hét hann Heilbrigðisþjónusta og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 1.6.2 Opinber þjónusta
2007 1.16 Opinber þjónusta í nálægum byggðum

Grunnástand

 
Sjálfbærni.is
Mynd 5. Úr viðhorfskönnun Capacent Gallup fyrir Alcoa. Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með þá þjónustu sem er í boði á Austurlandi?

     

 

Mynd 6. Svarhlutfall ánægðra, hvorki né og óánægðra. Undir flokkinn Ánægð(ur) eru svör þátttakenda sem sögðust vera: Mjög ánægð(ur) og Frekar ánægð(ur). Undir flokkinn Óánægð(ur) eru svör þátttakenda sem sögðust vera: Mjög óánægð(ur) og Frekar óánægð(ur).
Mynd 7. Meðaltal á skalanum 1-5 út frá svörun þátttakenda. Mjög ánægð(ur) (5), Frekar ánægð(ur) (4), Hvorki né (3), Frekar óánægð(ur) (2) og Mjög óánægð(ur) (1).

 
Sjálfbærni.is

Mynd 8. Þeir sem voru óánægðir með þá þjónustu sem er í boði á Mið-Austurlandi (sp. 5) voru spurðir þessarar spurningar. Í þessari spurningu mátti nefna fleiri en einn svarmöguleika. Hlutfallstölur eru því reiknaðar eftir fjölda þeirra sem tóku afstöðu en ekki fjölda svara.

Endurskoðað og uppfært: 12. maí 2020
Heimild: Viðhorfskönnun Capacent Gallup 2009

Forsendur fyrir vali á vísi

Núverandi forsendur fyrir vali á vísi

Tilkoma Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar getur leitt til breytinga á eftirspurn eftir opinberri þjónustu á svæðinu. Aukinn fjöldi fólks í nálægum byggðum á byggingar- og rekstartíma virkjunar og álvers mun leiða til þess að meiri eftirspurn verður t.d. eftir heilsugæslu og þjónustu grunnskóla og leikskóla. Fjölgun fólks verður annars vegar vegna þeirra starfsmanna sem vinna fyrir Fjarðaál, Landsvirkjun og verktaka þeirra, og hins vegar vegna þeirra sem flytja á svæðið vegna óbeinna starfa sem skapast í þjónustu og verslun í tengslum við fyrirtækin. Aðgengi að heilsugæslu og gæði þjónustu eru dæmi um opinbera þjónustu sem ætti að þróast í samræmi við fjölgun fólks á svæðinu.


Upprunalegar forsendur fyrir vali á vísi

Framkvæmdirnar á Austurlandi geta leitt til breytinga á eftirspurn eftir opinberri þjónustu á svæðinu. Aukinn fjöldi fólks í nálægum byggðum á byggingar- og rekstartíma virkjunar og álvers mun leiða til þess að meiri eftirspurn verður t.d. eftir heilsugæslu og þjónustu grunnskóla og leikskóla. Fjölgun fólks verður annars vegar vegna þeirra starfsmanna sem vinna fyrir Fjarðaál, Landsvirkjun og verktaka þeirra, og hins vegar vegna þeirra sem flytja á svæðið vegna óbeinna starfa sem skapast í þjónustu og
verslun í tengslum við framkvæmdirnar. Aðgengi að heilsugæslu og gæði þjónustu er dæmi um opinbera þjónustu sem ætti að þróast í samræmi við fjölgun fólks á svæðinu.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005

Ítarefni

Alcoa-Fjarðaál - Viðhorf íbúa Mið-Austurlands

Alcoa-Fjarðaál - Viðhorf íbúa Mið-Austurlands

2019

Lýsing á rannsókn
Unnið fyrir Alcoa Fjarðaál
Markmið: Að kanna viðhorf til Alcoa Fjarðaáls og þróun þar á
Framkvæmdatími: 29. október - 2. desember 2019
Aðferð: Netkönnun
Úrtak: 1225 manns á Austurlandi, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr þjóðskrá

Stærð úrtaks og svörun
Úrtak: 1225
Svara ekki: 682
Fjöldi svarenda: 543
Þátttökuhlutfall:
44,3%

Hægt er að skoða meira ítarefni sem snýr að vísinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.