Framvinda
Viðhorf til Landsvirkjunar
Mynd 1. Svör við spurningunni "Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart Landsvirkjun?*
Mynd 2. Skipting svara við spurningunni "Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart Landsvirkjun? í Nóv-Des. 2023. Jákvæð teljast þau sem svara (Frekar og mjög jákvæð(ur)), neikvæð teljast þau sem svara (frekar og mjög neikvæð(ur)).
Mynd 3. Meðaltal svara við spurningunni "Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart Landsvirkjun?. Það er reiknað skv. eftirfarandi formúlu: [Mjög jákvæð(ur) (fj. x 10) + frekar jákvæð(ur) (fj. x 7,5) + hvorki né (fj. x 5) + frekar neikvæð(ur) (fj. x 2,5) + mjög neikvæð(ur) (fj. x 0)] / Heildarfjöldi svara.*
*Könnunin í okt.-nóv. '08 var fyrsta könnunin sem var blönduð síma-og netkönnun, en áður voru kannanirnar eingöngu í síma. Þar af leiðandi ber að túlka þróun milli 2007 og 2008 með hliðsjón af því.
Uppfært: 13. desember 2024
Heimild: Viðhorfskönnun Capacent Gallup 2024
Viðhorf til Alcoa Fjarðaáls
Mynd 4. Svör við spurningunni "Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart Alcoa Fjarðaáli?
Mynd 5. Skipting svara við spurningunni "Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart Alcoa Fjarðaáli? í nóv.-des. 2023. Jákvæð teljast þau sem svara (Að öllu leyti, mjög og frekar jákvæð(ur)), neikvæð teljast þau sem svara (að öllu leyti, mjög og frekar neikvæð(ur)).
Mynd 6. Meðaltal svara við spurningunni "Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart Alcoa Fjarðaáli?" á skalanum 1 - 7 . Það er reiknað skv. eftirfarandi formúlu: [Að öllu leyti jákvæð(ur) (fj x 7) Mjög jákvæð(ur) (fj. x6) + frekar jákvæð(ur) (fj. x 5) + hvorki né (fj. x 4) + frekar neikvæð(ur) (fj. x 3) + mjög neikvæð(ur) (fj. x 2) að öllu leyti neikvæður (fj x 1)] / Heildarfjöldi svara.
Uppfært: 6. júní 2023
Heimild: Viðhorfskönnun Capacent Gallup 2023
Hægt er að skoða skýrslur Capacent um viðhorfskannanir í skýrslugrunni vefsins.
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt ?
Regluleg könnun á samfélagslegum viðhorfum – hlutfall svarenda sem telja árangur Fjarðaáls og Landsvirkjunar varðandi framkvæmdir og samskipti við íbúa góðan eða mjög góðan. (Áhrif framkvæmda: bein).
Áætlun um vöktun
Könnun verður gerð árlega á vegum Gallup fyrir bæði fyrirtækin
Markmið
75% Austfirðinga sé jákvæðir gagnvart Fjarðaáli og Landsvirkjun.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Fyrirtækin geta stuðlað að jákvæðri ímynd með góðum starfsháttum.
Breytingar á vísi
Þessi vísir var upphaflega númer 33.1. Þá hét hann Viðhorf samfélags til starfsemi Fjarðaáls og Landsvirkjunar og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 4.2.1 | Viðhorf samfélags |
2007 | 1.19 | Viðhorf samfélags til starfsemi Fjarðaáls og Landsvirkjunar |
Grunnástand
Forsendur fyrir vali á vísi
Bæði Fjarðaál og Landsvirkjun leggja mikla áherslu á jákvæð samskipti við íbúa á Austurlandi. Með því að axla bæði umhverfislega og samfélagslega ábyrgð geta fyrirtækin ræktað góð tengsl við Austfirðinga og þannig vonandi viðhaldið stuðningi samfélagsins við starfsemi fyrirtækjanna á svæðinu.
Ítarefni
Landsvirkjun - Ímynd Landsvirkjunar á Austurlandi
Lýsing á rannsókn
Unnið fyrir: Landsvirkjun
Markmið: Að kanna viðhorf til Landsvirkjunar á Austurlandi og þróun þar á
Framkvæmdatími; 7. nóvember - 5. desember 2024
Aðferð: Netkönnun
Úrtak: Einstaklingar á Austurlandi, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr þjóðskrá. Gagnasöfnun var hætt þegar rúmlega 500 svörum var náð.
Verknúmer: 4036064
Fjöldi svarenda: 500
Ekki var gerð könnun árin 2004 og 2006 hjá Landsvirkjun.