Fara í efni

Framvinda

 
Sjálfbærni.is
Mynd 1.  Laun kvenna sem hlutfall af launum karla hjá Alcoa Fjarðaál.  Um er að ræða meðaltalsútreikninga. 

 

Skýringar við mynd 1.
  • Í flokki stjórnenda eru bæði framkvæmdastjórar og millistjórnendur.   Árið 2013 voru konur í þeim hópi aðeins sex, þar af tvær í hærri stjórn, laun þeirra vigtuðu því hærra í meðaltalinu.  Árið 2016 fjölgaði konum í millistjórn og þá lækkaði hlutfallið.
  • Skv. vinnustaðasamningi eru laun kvenna og karla sambærileg. En konur eru með lægri starfsaldur og því í lægri launaþrepum og skýrir það launamun hjá starfsmönnum sem starfa eftir vinnustaðasamningi.
 
Sjálfbærni.is

Mynd 2. Laun kvenna sem hlutfall af launum karla hjá Landsvirkjun. Um er að ræða meðaltalsútreikninga. ATH. 2023 eru engir karlar í hópi sérhæfðra skrifstofustarfa.

Skýringar við mynd 2:
  • Enginn karlmaður sinnir skrifstofustörfum hjá Landsvirkjun og engar konur iðnaðarmenn og því eru þessir flokkar ekki birtir á grafinu. 
  • Breyting varð á kóðum í starfaflokkun árið 2013 varðandi stjórnendur.  Þá var þeim skipt í þrjá flokka og voru launahlutföll í flokkunum:  87%, 109% og 102%.  Miðtalan er birt á grafinu.  Nú miðast flokkurinn við starfaflokkun Hagstofu Íslands.

Uppfært: 5. júní 2024
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2009-2024), Landsvirkjun (2009 - 2024)

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Launahlutfall kynjanna í sambærilegum störfum er mælt sem regluleg laun kvenna sem hlutfall af reglulegum launum karla hjá Fjarðaáli og Landsvirkjun miðað við tegund starfa. (Áhrif framkvæmda: bein).

Ef hlutfallið er 100%, þá er launahlutfall kynjanna jafnt. Regluleg laun eru greidd laun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslur, svo sem föst yfirvinna, sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili. Við útreikninga er ekki tekið tillit til uppmælinga, ákvæðisgreiðslna, hlunninda, akstursgreiðslna né annarra óreglulegra greiðslna. Regluleg laun eru reiknuð ef greiddar stundir í dagvinnu eða vaktavinnu eru a.m.k. 90% af dagvinnuskyldu. Ef greiddar stundir í dagvinnu og vaktavinnu eru á bilinu 90-100% af dagvinnuskyldu eru þau umreiknuð í fullt starf. Laun í hlutastörfum eru umreiknuð eins og um væri að ræða fullt starf og laun fólks sem vinnur 3 mánuði eða skemur er ekki tekið.

 Áætlun um vöktun

Starfsmannasvið Landsvirkjunar og fjármálasvið Fjarðaáls  safna gögnum. Upplýsingum verður safnað á fimm ára fresti.

 Markmið

Launahlutfall kynjanna hjá:

  • Landsvirkjun: jafnt
  • Fjarðaáli: jafnt
Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Breytingar á vísi

Þessi vísir var upphaflega númer 2.1 . Þá hét hann Kynjahlutfall starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 2. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 4.1.5 Launahlutfall kynjanna
2007 1.1b Kynjahlutfall í vinnuafli

Grunnástand

Tafla 2.  Laun kvenna sem hlutfall af launum karla árið 2008 hjá Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun
  Alcoa Fjarðaál Landsvirkjun
Stjórnendur 95% 104%
Sérfræðingar 93% 101%
Sérhæfð störf   77%
Tæknar og sérmenntað starfsfólk 86%  
Skrifstofufólk 88%  
Iðnaðarmenn 71%  
Véla- og vélgæslufólk 112%  
Ósérhæfð störf   111%

Forsendur fyrir vali á vísi

Þessi ví­sir á að fylgjast með jafnvægi kynjanna á vinnumarkaði. Aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til fólksfækkunar á Austurlandi, þar sem fjölbreyttari mennta- og atvinnutækifæri á suðvesturhorninu hafa dregið að sér ungt fólk frá svæðinu. Við þetta bætist að konur hafa ekki átt um marga kosti að velja á vinnumarkaði þar sem aðaláherslan er á hefðbundnar karlagreinar s.s. sjómennsku og landbúnað. Ójafnvægi í kynjahlutföllum á vinnumarkaði getur haft áhrif á samfélagslegan stöðugleika. Framkvæmdirnar á Austurlandi og tilkoma Fjarðaáls mun hugsanlega snúa við þessari þróun og leiða til þess að fólk mun flytja til Austurlands vegna atvinnutækifæra fremur en að flytja burt.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005.