Framvinda
Mynd 1. Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun samanborið við kynjahlutföll í sambærilegum störfum á Íslandi. ATH! Landsvirkjun flokkar þau sem áður flokkuðust í þjónustustörf og vélgæslu sem ósérhæft starfsfólk, en tæknar og sérmenntað fólk er flokkað með sérfræðingum.
Mynd 2. Kynjahlutföll starfsmanna Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar samanborið við kynjahlutföll á landsvísu.
Hér má skoða töflu með niðurstöðum áranna 2007 - 2023.
Uppfært: 4. júní 2024
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2007 -2024), Landsvirkjun (2007 - 2024) og Hagstofa Íslands (2024)
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá Fjarðaáli og Landsvirkjun í samanburði við kynjahlutföll í sambærilegum störfum á landsvísu (Áhrif framkvæmda bein) Mælingar eru byggðar á starfaflokkun ÍSTARF95):
- Stjórnendur (ÍSTARF 12 - 13)
- Sérfræðingar (ÍSTARF 2)
- Verkfræðingar (ÍSTARF 2142 - 2147)
- Tæknar og sérmenntað starfsfólk (ÍSTARF 3)
- Skrifstofustörf (ÍSTARF 4)
- Þjónustu-, sölu- og verslunarstörf (ÍSTARF 5)
- Iðnaðarmenn (ÍSTARF 7)
- Véla- og vélgæslufólk (ÍSTARF 8)
- Ósérhæft starfsfólk (ÍSTARF 9)
Áætlun um vöktun
Upplýsingum fyrir byggingartíma var safnað í mánaðarlegum skýrslum verktaka til Landsvirkjunar og árlegum skýrslum verktaka til Fjarðaáls. Starfsmannasvið Landsvirkjunar og Fjarðaáls safna upplýsingum á rekstrartíma. Upplýsingum verður safnað árlega.
Markmið
Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá:
- Landsvirkjun: 60% karlar og 40% konur árið 2021
- Fjarðaáli: 50% karlar og 50% konur árið 2025
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Fyrirtækin hafa stefnur í starfsmannamálum
Breytingar á vísi
Á ársfundi verkefnisins 30. apríl 2019 var eftirfarandi breyting á markmiðum samþykkt.
Texti fyrir breytingu | Texti eftir breytingu |
---|---|
Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá:
|
Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá:
|
Rökstuðningur breytinga: Uppfærð markmið í jafnréttisstefnu fyrirtækjanna.
Þessi vísir var upphaflega númer 2.1 . Þá hét hann Kynjahlutfall starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 4.1.4 | Kynjahlutföll |
2007 | 1.1a | Kynjahlutfall í vinnuafli |
Grunnástand
Forsendur fyrir vali á vísi
Þessi vísir á að fylgjast með jafnvægi kynjanna á vinnumarkaði. Aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til fólksfækkunar á Austurlandi, þar sem fjölbreyttari mennta- og atvinnutækifæri á suðvesturhorninu hafa dregið að sér ungt fólk frá svæðinu. Við þetta bætist að konur hafa ekki átt um marga kosti að velja á vinnumarkaði þar sem aðaláherslan er á hefðbundnar karlagreinar s.s. sjómennsku og landbúnað. Ójafnvægi í kynjahlutföllum á vinnumarkaði getur haft áhrif á samfélagslegan stöðugleika. Framkvæmdirnar á Austurlandi og tilkoma Fjarðaáls mun hugsanlega snúa við þessari þróun og leiða til þess að fólk mun flytja til Austurlands vegna atvinnutækifæra fremur en að flytja burt.
Ítarefni
4.1.4 Kynjahlutfall - Samantekt 2007-2023
Samantekt á kynjahlutföllum Alcoa Fjarðaáls, Landsvirkjunar og Íslands borið saman.
Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá Fjarðaáli og Landsvirkjun í samanburði við kynjahlutföll í sambærilegum störfum á landsvísu (Áhrif framkvæmda bein) Mælingar eru byggðar á starfaflokkun ÍSTARF95):
- Stjórnendur (ÍSTARF 12 - 13)
- Sérfræðingar (ÍSTARF 2)
- Verkfræðingar (ÍSTARF 2142 - 2147)
- Tæknar og sérmenntað starfsfólk (ÍSTARF 3)
- Skrifstofustörf (ÍSTARF 4)
- Þjónustu-, sölu- og verslunarstörf (ÍSTARF 5)
- Iðnaðarmenn (ÍSTARF 7)
- Véla- og vélgæslufólk (ÍSTARF 8)
- Ósérhæft starfsfólk (ÍSTARF 9)