Framvinda
Fyrirtæki /ár | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 |
---|---|---|---|---|
Bechtel | 0 | 2 | 2 | 1 |
Impregilo | - | - | 1139a | |
Landsvirkjun | 7 | 5 |
Ár \ Fyrirtæki | Bechtel a | Impregilo | Fosskraft | Suðurverk | Arnarfell |
---|---|---|---|---|---|
2004 | 0,0 | - | - | - | - |
2005 | 0,16 | 12,1 | 3,2 | 0,55 | 4,65 |
2006 | 0,11 | 13,8 | - | 0,7 | 3,5 |
2007 | 0,10 | - | - | - | - |
Uppfært: 5. janúar 2022
Heimild: Bectel 2005-2007, Impregilo 2007 og Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun, 2009-2022
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
- Fjöldi tilkynntra vinnuslysa á ári vegna Kárahnjúkavirkjunar og Fjarðaáls. (Áhrif framkvæmda: bein).
- Tíðni vinnuslysa gefin upp sem H-tala (H200) þ.e. fjöldi fjarveruslysa á hverjar 200.000 vinnustundir hjá Landsvirkjun, Fjarðaáli og verktökum. (Áhrif framkvæmda: bein).
Áætlun um vöktun
Tölfræði frá verktökum er aðgengileg í mánaðarlegum skýrslum til fyrirtækja. Umhverfis-, öryggis- og heilbrigðisteymi Fjarðaáls sér um að safna upplýsingum á rekstrartíma álvers og verkfræði- og framkvæmdasvið Landsvirkjunar fyrir rekstrartíma virkjunar. Hvert atvik er skráð.
Markmið
-
- Byggingartími
- Kárahnjúkavirkjun: Fjöldi slysa stöðugur eða þeim fækki með tímanum (frá áramótum 2005/2006)
- Fjarðaál: Ekkert skráð slys.
- Rekstrartími Fljótsdalsstöð og Fjarðaál: Ekkert skráð slys.
- Byggingartími
-
- Byggingartími
- Kárahnjúkavirkjun: Helst stöðugt eða minnkar með tímanum / Fjarðaál: Engin slys sem leiða til fjarvista frá vinnu.
- Rekstrartími
- Fljótsdalsstöð: Engin slys sem leiða til fjarvista frá vinnu
- Fjarðaál: Engin slys sem leiða til fjarvista frá vinnu.
- Byggingartími
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
- Öryggiskröfur og öryggisstefnur eru settar af fyrirtækjunum
- Sjá nánar:
Stefnuyfirlýsing Alcoa Fjarðaáls
Öryggisstjórnun Landsvirkjunar
Breytingar á vísi
Á ársfundi verkefnisins 3. maí 2016 var eftirfarandi breyting samþykkt á b-lið vöktunaráætlunar:
Hvað er mælt ?
Texti fyrir breytingu | Texti eftir breytingu |
---|---|
b. Fjöldi skráðra tapaðra vinnustunda vegna tilkynntra vinnuslysa hjá Landsvirkjun, Fjarðaáli og verktökum | b. Tíðni vinnuslysa gefin upp sem H-tala (H200) þ.e. fjöldi fjarveruslysa á hverjar 200.000 vinnustundir. |
Rökstuðningur:
Það er óraunhæft að mæla fjölda vinnustunda sem tapast vegna vinnuslysa. H-tala er hins vegar vel þekktur mælikvarði á tíðni vinnuslysa og gefur kost á samanburði við önnur fyrirtæki og svæði.
Þessi vísir var upphaflega númer 4.1 . Þá hét hann Öryggi starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 4.1.6 | Öryggi starfsfólks |
2007 | 1.3 | Öryggi starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar |
Grunnástand
Alcoa Fjarðaál | Landsvirkjun | |
---|---|---|
Fjöldi slysa árið 2007 | 1 | |
Tíðni vinnuslysa árið 2007 (H200) | 0,7 | 0,31 |
Forsendur fyrir vali á vísi
Fjarðaál og Landsvirkjun geta haft bein áhrif á heilsufar og öryggi starfsmanna sinna. Þau geta t.d. haft áhrif á og dregið úr slysahættu með innleiðingu á sérstakri áætlun sem tekur á umhverfis-, öryggis- og heilsufarsþáttum innan fyrirtækjanna. Með því að meta slysahættu og gera ráðstafanir til að draga úr hættunni á byggingar- og rekstrartíma virkjunar og álvers er hægt að draga umtalsvert úr líkunum á því að slys eigi sér stað og þar með fækkar einnig töpuðum vinnustundum vegna slysa.
Ítarefni
Ársfundur sjálfbærniverkefnis
Kynning Geirs Sigurpáls Hlöðverssonar á ársfundi Sjálfbærniverkefnisins 2011.
Hægt er að skoða meira ítarefni sem snýr að vísinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.