Framvinda
Mynd 1. Búseta nýrra starfsmanna Fljótsdalsstöðvar við ráðningu. Samanlagðar ráðningar frá árinu 2008.
Uppfært: 19. mars 2024
Heimild: Landsvirkjun
Mynd 2. Búseta nýrra starfsmanna Alcoa Fjarðaáls við ráðningu á árunum 2010 - 2023.
Mynd 3. Búseta starfsmanna Alcoa Fjarðaáls við ráðningu á árunum 2015 - 2022
Uppfært: 24. apríl 2024 (endurskoðað 15. apríl 2020)
Heimild: Alcoa Fjarðaál
Mynd 4. Búseta starfsmanna Alcoa Fjarðaáls
Mynd 5. Lögheimili starfsmanna Alcoa Fjarðaáls
Uppfært: 24. apríl 2024
Heimild: Alcoa Fjarðaál
Á árunum 2008 til 2010 og einnig árið 2017 bjó einn starfsmaður, af tólf, annars staðar á Íslandi. Eftir það hafa verið 13 starfsmenn í Fljótsdalsstöð og allir búsettir á Austurlandi.
Uppfært: 7. mars 2022
Heimild: Landsvirkjun
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
Hlutfall nýrra starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar sem eru við ráðningu. (Áhrif framkvæmda: bein):
- Íbúar Austurlands.
- Brottfluttir Austfirðingar (á bara við Fljótsdalsstöð).
- Aðrir starfsmenn búsettir á Íslandi.
- Aðrir starfsmenn búsettir erlendis.
Áætlun um vöktun
Starfsmannasvið Landsvirkjunar og mannauðsteymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum jafnóðum. Uppfært árlega.
Uppfært: 9. maí 2019 - endurskoðað 15. apríl 2020
Breytingar á vísi
Á ársfundi verkefnisins 30. apríl 2019 var eftirfarandi breyting samþykkt:
Texti fyrir breytingu | Texti eftir breytingu |
---|---|
Starfsmannasvið Landsvirkjunar og mannauðsteymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum jafnóðum. Verktakar skila upplýsingum til þeirra starfsmanna innan fyrirtækja sem bera ábyrgð á vísinum. | Starfsmannasvið Landsvirkjunar og mannauðsteymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum jafnóðum. |
Rökstuðningur breytinga: Ógerlegt er að nálgast gögn frá verktökum.
Á ársfundi verkefnisins 6. maí 2015 var eftirfarandi breyting samþykkt:
Texti fyrir breytingu: | Texti eftir breytingu |
---|---|
Hlutfall nýrra starfsmanna Fjarðaáls og Landsvirkjunar sem eru við ráðningu
|
Hlutfall nýrra starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar sem eru við ráðningu Engin breyting hjá Landsvirkjun Fjarðaál fellir niður "Brottfluttir Austfirðingar". Annað óbreytt |
Rökstuðningur breytinga:
Álverið heldur ekki utan um tölur um brottflutta Austfirðinga og ábyrgðarmenn vísis innan álvers leggja til að mælikvarðinn verði lagður niður. Ástæðan er að ekki er til viðurkennd skilgreining á þessum mælikvarða og þar af leiðandi ógerlegt að halda utan um slíkar skráningar á kerfisbundinn hátt.
Fljótsdalsstöð heldur hins vegar utan um þetta. Þar sem starfsfólk er mun færra er það viðráðanlegra og meta þeir sjálfir hverjir teljast brottfluttir.
Þessi vísir var upphaflega hluti af vísi sem þá hét Vinnumarkaðurinn og var númer 12.1 . Finna má umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 4.1.3 | Búseta starfsmanna |
2007 | 1.12 | Vinnumarkaðurinn |
Grunnástand
Fljótsdalsstöð (2006 - 2007) | Alcoa Fjarðaál (2010) | |
---|---|---|
Íbúar Austurlands | 50% | 52% |
Brottfluttir Austfirðingar | 33% | Ekki mælt |
Aðrir starfsmenn búsettir á Íslandi | 17% | 47% |
Aðrir starfsmenn búsettir erlendis | 0 | 1% |
Forsendur fyrir vali á vísi
Mikilvægt er að viðhalda og auka fjölbreytni atvinnulífsins á áhrifasvæðum Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar. Fjölbreytt atvinnulíf, sem þarf ekki að treysta of mikið á eina atvinnugrein, er stöðugra til lengri tíma litið en einhæft atvinnulíf. Fylgst er með atvinnu sem tengist framkvæmdum fyrirtækjanna með beinum hætti en einnig í öðrum greinum sem verða fyrir áhrifum af starfsemi þeirra. Hlutfall vinnuafls Fjarðaáls og Landsvirkjunar á Austurlandi er mælt til að meta að hve miklu leyti atvinnulífið byggir á störfum hjá þessum fyrirtækjum.