Fara í efni

Framvinda

Styrkur Flúors í gróðri (á beitarsvæði sauðfjár) í völdum gróðurreitum í ákveðinni fjarlægð frá álveri.

Mynd 1. Skipting sýnatökustaða grass upp í fimm ólík svæði (Landmælingar Íslands, 2013 og 2015).

Mynd 1. Skipting sýnatökustaða grass upp í fimm ólík svæði (Landmælingar Íslands, 2013 og 2015).

Uppfært: 5. maí 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2022)


Niðurstöður 2004-2005 og 2014-2021

Flúor í grasi
Sjálfbærni.is

Mynd 2. Meðalstyrkur flúors (µg/g) í þurrvigt af grasi (með staðalskekkju) eftir ólíkum svæðum í Reyðarfirði árin 2004-2005 (grunngildi, meðaltal af tveimur sýnatökum sem farnar voru, ein sitthvort árið) og 2014-2020. Fjöldi sýnatökustaða: 2004-2005 (n=30), 2014-2016 (n=34) og 2017-2021 (n=35). 

Ath. Breytingar voru gerðar á sýnatökustöðum 2013 og 2014. 11 stöðum var bætt við árið 2013 og 7 staðir voru teknir út 2014 og einum stað var bætt við 2017.

Uppfært: 4. maí 2022
Heimild: 
Alcoa Fjarðaál (2022)


Brennisteinn í grasi
Sjálfbærni.is

Mynd 3. Meðalstyrkur brennisteins (%) í þurrkuðum sýnum af grasi frá 30 stöðvum á Reyðarfirði árin 2004 (bakgrunnsgildi), 2005, 2007-2010, 2015, 2018 og 2021. 

Uppfært: 5. maí 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2022)


Flúor í mosa
Sjálfbærni.is

Mynd 4. Dreifingamynstur flúors í mosa frá árinu 2004 (bakgrunnsgildi) og árin 2014 til 2021. Áttir A -austur, V-vestur og S-suður og fjarlægð frá reykháfi álvers. Fjöldi sýna er gefinn upp í sviga. Einnig er sýnd staðalskekkja meðaltalanna.

Uppfært: 4. maí 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2022)


Flúor í fléttum
Sjálfbærni.is

Mynd 5. Dreifingamynstur flúors í fléttum frá árinu 2004 (bakgrunnsgildi) og árin 2014 til 2021. Áttir A -austur, V-vestur og S-suður og fjarlægð frá reykháfi álvers. Fjöldi sýna er gefinn upp í sviga. Einnig er sýnd staðalskekkja meðaltalanna.

Uppfært: 4. maí 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2022)


Flúor í laufum bláberjalyngs
Sjálfbærni.is

Mynd 6. Dreifingamynstur flúors í laufum bláberjalyngs frá árinu 2004 (bakgrunnsgildi) og árin 2014 til 2021. Áttir A -austur, V-vestur og S-suður og fjarlægð frá reykháfi álvers. Fjöldi sýna er gefinn upp í sviga. Einnig er sýnd staðalskekkja meðaltalanna.

Uppfært: 4. maí 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2022)


 Flúor í laufblöðum reynitrjáa
Sjálfbærni.is

Mynd 7. Ársmeðaltal flúors í laufblöðum reynitrjáa (ásamt staðalskekkju) árin 2004 (bakgrunnsgildi) og árin 2014 til 2021 í Reyðarfirði. Gögnin eru byggð á 10 sýnum árin 2004 og 2014-2015 en 9 árin 2016 - 2021.

Uppfært: 4. maí 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2022)


Flúor í barrnálum

Sjálfbærni.is

Mynd 8. Ársmeðaltal flúors í barrnálum (ásamt staðalskekkju) árin 2004 (bakrunnsgildi) og árin 2014 til 2021 í Reyðarfirði. Gögnin eru byggð á 10 sýnum árin 2004 en 9 sýnum árin 2014 til 2021. Ártalið á lárétta ásnum vísar í söfnunarár

Uppfært: 4. maí 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2022)


 Flúor í berjum
Mynd 9. Styrkur flúors í bláberjum og krækiberjum á 5 sýnatökustöðum í Reyðarfirði sumarið 2019. Tekið var eitt sýni á hverri stöð.

Mynd 9. Styrkur flúors í bláberjum og krækiberjum á 5 sýnatökustöðum í Reyðarfirði sumarið 2021. Tekið var eitt sýni á hverri stöð.

Sjálfbærni.is

Mynd 10. Styrkur flúors (µg/g) í þurrvigt af bláberjum og krækiberjum árin 2006 og 2014 til 2021 í Reyðarfirði. Fram til ársins 2011 voru greiningarmörk fyrir flúor í bláberjum og krækiberjum 5 µg/g.

Uppfært: 5. maí 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2022)


 Flúor í rabarbara
Sjálfbærni.is

Mynd 11. Ársmeðaltal flúors í þurrvigt af rabarbara árin 2004-2005 (grunngildi, meðaltal beggja áranna) og árin 2014 til 2021 í Reyðarfirði. Fjöldi sýna er gefinn upp í sviga. Einnig er sýnd staðalskekkja meðaltalanna. Árin 2004-2005 var farin ein sýnatökuferð og árin 2014-2021 voru farnar þrjár sýnatökuferðir.


Flúor í kartöflum
Sjálfbærni.is

Mynd 12. Styrkur flúoríðs í kartöflum og kartöflugrösum á þremur söfnunarstöðum sumrin 2004 og 2007 til 2021.

Uppfært: 5. maí 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2022)

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Styrkur F í gróðri ( þar með talið á beitarsvæðum sauðfjár) í völdum gróðurreitum í ákveðinni fjarlægð frá álveri (áhrif framkvæmda: bein).

Áætlun um vöktun

Sýni tekin á skilgreindum stöðum á vaxtartímabili:

  1. 40 sýni úr barrtrjám, lauftrjám, grænmeti og grænmetislaufum safnað í Reyðarfirði (tíu stöðvar fyrir hverja tegund gróðurs) og greint hvort finnist F, N, S og þungmálmar.
  2. 30 sýnum af grasi á beitarsvæðum safnað í Reyðarfirði og greint hvort finnst F og S/N, hlutfall skoðað
  3. Mosa, fléttum og laufguðum plöntum safnað á 30 stöðum og skoðað með tilliti til F
  4. Fléttur og steinar ljósmyndaðar á 50 stöðum í Reyðarfirði
  5. Vistfræðileg skoðun:
    1. Gróðurtegundir og gróðurþekja (%) skráð í 150 gróðurreitum á 30 stöðum í Reyðarfirði
    2. Gróðurreitir ljósmyndaðir.
  6. Sjónræn skoðun gróðurs í Reyðarfirði til að leita að áhrifum vegna flúors.

Gagnasöfnun:

  1. Grunnrannsóknir 2004 - 2005.
  2. Reitir með fléttum og gróðri ljósmyndaðir frá 2004-2008.
  3. Sjónræn skoðun gróðurs árlega 2005-2008.
  4. Sýni tekin mánaðarlega á vaxtartímabili í allt að sex mánuði 2007 og 2008:
    1. 30 sýni fyrir hvern flokk: mosi, fléttur, laufgaðar plöntur (ný tré) og gras á beitarsvæðum.
    2. 10 sýni fyrir hvern flokk: barr (gömul tré) og barr (ný tré), laufguð tré og grænmeti.
  5. Vistfræðileg skoðun í 150 reitum 2007 og 2008.
Markmið
  1. Barrtré, lauftré, og grænmeti : >0,4 µg/m3
  2. Gras: >3 µg/m3
  3. Fléttur og mosi: >0,3 µg/m3

Heimild: AW Davidson and L. Weinstein; EIA, 2001.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Alcoa hefur bein áhrif með starfsemi sinni. Markmið eru sett til að farið sé eftir þeim.
Sjá einnig:

Breytingar á vísi

Upphaflegur mælikvarði var "F(µg/kg-DW) í gróðri (beitarsvæði sauðfjár og ber) í völdum gróðurreitum í ákveðinni fjarlægð frá álveri". Eftir samráð við sérfræðingar var í þriðja áfanga verkefnisins mælieining tekin burt úr mælikvarðanum og einnig að flúor verði mælt í berjum. Mælikvarðinn varð þá: "Styrkur F í gróðri (þar með talið á beitarsvæðum sauðfjár) í völdum gróðurreitum í ákveðinni fjarlægð frá álveri." (Alan W. Davisson & Len H. Weinstein)


Þessi vísir var upphaflega númer 21.1 . Þá hét hann Flúor í gróðri og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 2.6.1 Flúor í gróðri
2007 2.27 Flúor í gróðri

Grunnástand

Bakgrunnsstyrkur flúors í gróðri er mismunandi eftir jarðvegi, tegundum, gerð laufa, aldri og eftir því hversu mikið er af náttúrulegum uppsprettum flúors í umhverfinu, t.d. ryki. Það er því ekki hægt að setja fram eina ákveðna tölu sem bakgrunnsstyrk flúors. Rannsóknir sýna hinsvegar að flest sýni mælast <5 μg F/ g (dry wt), hluti þeirra gæti mælst með allt að 10 í styrk og sum sýni hafa gildi allt upp í 20 μg F/ g. Ávextir, stönglar og rætur mælast með mun lægri flúrstyrk en laufblöð. 

Tafla 2. Grunnástand á flúor í gróðri, 2004 og 2005.
Tegund sýna Fjöldi greindra sýna Fjöldi sýna með

Hámarks-styrkur F

2004

  F < 5 μg/g 6-10 μg/g 11-20 μg/g μg/g
Barrtré (Pinus, Picea)          
Núgildandi ár 10 10 0 0 <3
Fyrra ár 10 10 0 0 4
Lauftré (reyniviður = Sorbus aucuparia) 10 9 0 0 21

Grænmeti

         
Jarðaber 1 0 1 0 10
Jarðaberjalauf 2 1 1 0 6
Rabarbarastönglar 4 4 0 0 <3
Rabarbaralauf 4 0 0 2 94
Kartöfluhnýði 5 5 0 0 <3
Kartöflugrös 5 2 1 2 16

Grass

30 29 1 0 6

2005

         
Lauftré, villtar tegundir 30 28 1 1 11

Grænmeti

         
Rabarbarastönglar 10 10 0 0 <5
Rabarbaralauf 10 2 0 3 111
Kartöflugrös 2 1 1 0 6

Gras

30 25 5 0 10

Mosi

30 12 12 5 29

Fléttur

30 26 4 0 8

Túlkun

Flest sýnin féllu innan eðlilegra marka fyrir bakgrunnsgildi. Hærri gildi en búist var við fannst í einu sýni reyniviðar, flestum rabarbaralaufum (en ekki rabarbarastönglum, sem er sá hluti rabarbarans sem er borðaður) og nokkrum mosasýnum. Eitt sýni úr jarðaberi mældist með heldur hærri styrk flúors en búast hefði mátt við og sama gildir um sum sýni úr kartöflugrösum. Þessi frávik voru könnuð nánar árin 2004 og 2005 og komist að eftirfarandi niðurstöðum:

1. Heldur hærri styrkur en búast hefði mátt við í sýnum úr jarðaberjum og kartöflugrösum skýrist sennilega af mengun frá ryki eða jarðvegi. Með því að þvo ávexti hverfur yfirleitt þetta flúor.

2. Hár styrkur í einu sýni reyniviðar skýrist af mengun vegna þess að verið var að brenna sorp nálægt sýnatökustaðnum.

3. Hár styrkur flúors í rabarbaralaufum skýrist af því að þetta er ein fárra tegunda sem getur dregið að sér flúor úr jarðvegi. Þetta var ekki áður vitað. Stönglanir, sem hægt er að borða, mældust hinsvegar með lág gildi.

4. Hærra gildi í mosasýnum er hægt að tengja við nálægar uppsprettur ryks frá byggingarvinnu og vegum (flúor mælist í öllu ryki og jarðvegi).

Forsendur fyrir vali á vísi

Flúor getur haft neikvæð áhrif á vöxt og heilbrigði gróðurs. Flúor frá Fjarðaáli gæti safnast upp í gróðri næst álverinu. Tryggja þarf að flúor fari ekki yfir þolmörk gróðurs á staðnum sem gæti leitt til breytinga á lífríki þannig að viðkvæmar tegundir myndu ekki þrífast þar sem flúormengunar gætir. Uppsöfnun flúors í búfénaði getur einnig haft alvarlegar afleiðingar. Flúor getur safnast upp í gróðri á svæðum sem nýtt eru til beitar og þannig getur flúormengunin borist til manna sem borða kjötið af þessum dýrum.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005

Ítarefni

Vísir 2.6.1 - Flúor - Eldri myndir

Vísir 2.6.1 - Flúor - Eldri myndir

2020

Samantekt á gögnum fyrir vísinn 2.6.1 

Hægt er að skoða meira ítarefni sem snýr að vísinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.