Framvinda
Mynd 1. Auðgunarbrot á hverja 10.000 íbúa a
Mynd 2. Ofbeldisbrot á hverja 10.000 íbúa a
Mynd 3. Eignaspjöll á hverja 10.000 íbúa a
Mynd 4. Fíkniefnabrota á hverja 10.000 íbúa a
Mynd 5. Umferðalagabrot á hverja 10.000 íbúa a
a: Hér teljast til Austurlands sveitarfélögin: Múlaþing, Fjarðabyggð, Vopnafjarðarhreppur og Fljótsdalshreppur. Að auki er Hornafjörður talinn með til ársins 2014 og Skeggjastaðahreppur til ársins 2006.
Uppfært: 19. desember 2023
Heimild: Lögregluvefurinn, sótt 19. desember 2023
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
- Fjöldi auðgunarbrota, líkamsárása og skemmdarverka miðað við höfðatölu í lögregluumdæmum á Austurlandi og á landsvísu.
(Áhrif framkvæmda: afleidd). - Fjöldi fíkniefnabrota miðað við höfðatölu á Austurlandi í samanburði við landið í heild.
(Áhrif framkvæmda: afleidd)
Áætlun um vöktun
Ríkislögreglustjóri birtir á vefsíðu sinni árlegar skýrslur yfir glæpatíðni, skipt niður eftir lögregluumdæmum. Hvert atvik er skráð.
Markmið
- Tíðni afbrota á Austurlandi lægri en tíðni afbrota á landsvísu.
- Fjöldi afbrota (á 10.000 íbúa) færri eða jöfn viðmiðunargildi.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.
Breytingar á vísi
Þessi vísir var tvískiptur í upphafi verkefnis. Upphafleg númer hans eru 8.1 (Öryggi íbúa) og 8.2 (Samfélagslegt álag) og má finna umfjöllun um hann undir þeim númerum í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 1.5.1 | Tíðni afbrota |
2007 | 1.18a-c | Samfélagsleg velferð |
Grunnástand
Mynd 5. Glæpatíðni á Íslandi árið 2002. Heimild: Ríkislögreglustjóri (www.logregla.is)
Forsendur fyrir vali á vísi
Aukin glæpatíðni getur verið merki um óróleika og óstöðugleika og setur ekki jákvæðan brag á samfélagið. Glæpatíðni miðað við höfðatölu er gagnlegur vísir til að fylgjast með félagslegri velferð og öryggi íbúa. Lífsgæði íbúa í samfélagi þar sem glæpatíðni er lág eru meiri en í samfélagi með háa glæpatíðni. Tilkoma Fljótsdalsstöðvar og Fjarðaáls hefur margvísleg samfélagsleg áhrif, sérstaklega vegna fjölda nýrra íbúa. Vísir sem fylgist með þróun glæpatíðni getur gefið upplýsingar um langtíma stöðugleika á svæðinu.
Andlegt og líkamlegt heilbrigði íbúa hefur mikil áhrif á samfélagslega velferð. Andfélagsleg hegðun einstaklinga t.a.m. fíkniefnanotkun getur haft veruleg neikvæð samfélagsleg áhrif. Fíkniefnanotkun getur tengst öðrum samfélagsvanda eins og atvinnuleysi og glæpum og aukin tíðni fíkniefnanotkunar getur verið vísbending um neikvæða samfélagsþróun sem dregur úr velferð.