Framvinda
Mannfjöldatölur eru frá 1. janúar ár hvert.
Mynd 2. Kynja- og aldurssamsetning íbúa á landinu í heild 1. janúar 2024.
Þróun mannfjöldapíramída frá 2003-2024 má skoða með því aðsmella hér.
Byggðakjarnar
Mynd 13. Kynja- og aldurssamsetning íbúa 765 Djúpivogur
Hér má sjá kynja- og aldurssamsetningu á Austurlandi sundurliðaða eftir byggðakjörnum árin 2004, 2009, 2014 og 2019.
Uppfært: 30. maí 2024
Heimild: Hagstofa Íslands (2024).
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
Kynja- og aldurssamsetning á Austurlandi borin saman við landið í heild. (Áhrif framkvæmda: afleidd).
Vöktunaráætlun
Upplýsingar frá Hagstofunni verða greindar á þann hátt að skoðað verður bæði aldurs- og kynjasamsetning íbúa á Austurlandi. Upplýsinga verður leitað hjá Byggðastofnun eða starfsmanni falið að vinna þessar upplýsingar upp úr gögnum frá Hagstofunni. Þessum upplýsingum verður safnað á fimm ára fresti.
Væntingar
Hér eiga væntingar fremur við en markmið
Jafnvægi í kynja- og aldurssamsetningu á Austurlandi borið saman við aldursdreifingu á landsvísu með aðhvarfsstuðulinn (r²) = 1.0
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.
Breytingar á vísi
Þessi vísir var upphaflega númer 1.1 . Þá hét hann Lýðfræðilegar breytingar á Austurlandi og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 1.1.2 | Kynja- og aldurssamsetning |
2007 | 1.11a | Lýðfræðilegar breytingar á Austurlandi |
Síðan öflun gagna hófst á þessum vísi hafa sveitarfélög sameinast og önnur dottið út úr útreikningum fyrir Austurland. Í júní 2021 voru þær tölur uppfærðar skv. nýjum tölum frá Hagstofu Íslands og var vísirinn endurreiknaður í heild sinni.
Grunnástand
Byggðastofnun hefur birt gögn sem sýna lýðfræðilega þróun á Austurlandi (Miðausturlandi) í samanburði við þróun á landsvísu. Þessar upplýsingar sýna að fólksflutningar eru mun meiri frá Austurlandi en til svæðisins. Einkum eru það ungar konur sem flytja burt og hefur þetta leitt til ójafnvægis í kyn- og aldurssamsetningu. Hlutfall kvenna á aldrinum 20-34 ára og karla á aldrinum 25-34 ára er lægra á Austurlandi en á landsvísu. Fjöldi barna er einnig undir landsmeðaltali.
Endurskoðað: 9. júlí 2021
Heimild: Hagstofa Íslands (2021).
Forsendur fyrir vali á vísi
Jafnvægi í kynja- og aldurssamsetningu íbúa er vísbending um stöðugleika samfélaga. Hagvöxtur og fjölbreyttari atvinnutækifæri á höfuðborgarsvæðinu hafa haft áhrif á kynja- og aldurssamsetningu margra sveitarfélaga á landsbyggðinni, þ.m.t. á Austurlandi. Í skýrslu um samfélagsleg áhrif álvers í Reyðarfirði eru þessi áhrif tengd takmörkuðum atvinnutækifærum og háu hlutfalli láglaunastarfa á Austurlandi.
Ítarefni
1.1.2 - Kynja- og aldurssamsetning - Hrágögn 2024
Hrágögn fyrir mannfjölda á Austurlandi mv. Ísland 2003-2024
Hægt er að skoða meira ítarefni sem snýr að vísinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.