Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins
Í gær, miðvikudaginn 20. október, fór ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar fram í Valaskjálf á Egilsstöðum.
Aflýsa þurfti ársfundi verkefnisins í fyrra vegna heimsfaraldurs Covid-19 og var síðasti ársfundur því haldinn árið 2019. Þema fundarins að þessu sinni var jafnréttismál í víðu samhengi og fjölluðu fyrirlesarar á fundinum um jafnrétti frá ýmsum sjónarhornum. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir frá Jafnréttisstofu setti jafnrétti í samhengi við sjálfbærni, Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir frá Austurbrú sagði frá niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið á kynjamyndum á Austurlandi og þau Sturla Jóhann Hreinsson frá Landsvirkjun og Dagmar Ýr Stefánsdóttir frá Alcoa Fjarðaáli fjölluðu um vinnu fyrirtækjanna við aukið jafnrétti og þróun ýmissa verkefna á því sviði.
Ársfundinum var í fyrsta sinn streymt á netinu og hægt er að horfa á öll erindi hans á Youtube-rás Sjálfbærniverkefnisins.