Fara í efni

Framvinda

 
Sjálfbærni.is

Mynd 1. Hlutfall starfandi í aðalstarfi í rekstri gististaða og veitingarekstri. 

Uppfært: 3. júní 2024
Heimild: Hagstofa Íslands (2024).

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Hlutfall starfa í hótel- og veitingarekstri á Austurlandi og á Íslandi. (Áhrif framkvæmda: afleidd).

Vöktun

Upplýsingum verður aflað á vefsíðu Hagstofunnar, sem safnar þeim ársfjórðungslega.

Markmið

Hlutfall starfa í ferðaþjónustu á Austurlandi hærra eða jafnt hlutfalli á landsvísu.

Mögulegar viðbragsaðgerðir

Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Þessi vísir var upphaflega númer 13.1a. Þá hét hann Ferðaþjónusta og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 3.3.1 Störf í hótel- og veitingarekstri
2007 3.1c Ferðaþjónusta

Grunnástand

Sjálfbærni.is

Mynd 2. Hlutfall starfa í hótel- og veitingarekstri á Austurlandi miðað við landið allt og Norðurland-eystra.

Eins og sést á Mynd 1 hefur hlutfall starfa í hótel- og veitingarekstri verið heldur lægra en á landsvísu. Ekki er hægt að greina neina sérstaka breytingu í þeim efnum, hvorki til hækkunar né lækkunar, á þeim tímapunkti sem byggingarframkvæmdir hefjast árið 2003. Örlítil hækkun var á hlutfalli starfa í hótel- og veitingarekstri á Austurlandi á milli árana 2004 og 2005. 


Sjálfbærni.is
Mynd 3. Störf í hótel- og veitingarekstri árið 2003. Heimild: Hagstofa Íslands

Forsendur fyrir vali á vísi

Fjöldi ferðamanna heimsækir Austurland til að upplifa náttúru svæðisins, fossa, landslag og sérstæð náttúrufyrirbæri. Framkvæmdirnar geta haft áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðamönnum gæti fjölgað vegna áhuga á framkvæmdum, auðveldara aðgengi að svæðum og fleiri viðskiptatengdum ferðum. En umhverfisáhrif virkjunar gætu einnig haft þau áhrif að einhverjum ferðamönnum kann að þykja svæðið síður áhugavert en áður. Ferðamenn geta komist til Austurlands á bíl, með rútu eða flugvél. Flugvöllur er á Egilsstöðum, sem jafnframt er varaflugvöllur fyrir alþjóðaflug, og frá Egilsstöðum eru góðar vegatengingar við flest svæði á Austurlandi.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005