Framvinda
Mynd 1. Fjöldi gistinátta á hótelum/gistiheimilum á Austurlandi, 2000-2021. Með hótelum og gistiheimilum teljast einnig sumarhótel og sumargistiheimili. Höfn í Hornafirði telst með Austurlandi til ársins 2014. Unnið er að því hjá Hagstofu Íslands að taka niðurstöður frá Höfn úr gögnum um Austurland.
Fjöldi gistinátta sem hlutfall gistinátta árið 2000
Mynd 2. Fjöldi gistinátta á hótelum/gistiheimilum á Austurlandi og landinu öllu sem hlutfall af fjölda gistinátta á árinu 2000. Með hótelum og gistiheimilum teljast einnig sumarhótel og sumargistiheimili. Höfn í Hornafirði telst með Austurlandi til ársins 2014. Unnið er að því hjá Hagstofu Íslands að taka niðurstöður frá Höfn úr gögnum um Austurland og þá verður nýtt sameinað línurit sett inn.
Mynd 3. Fjöldi gistinátta á hótelum/gistiheimilum á Austurlandi og landinu öllu sem hlutfall af fjölda gistinátta á árinu 2015. Með hótelum og gistiheimilum teljast einnig sumarhótel og sumargistiheimili. Höfn í Hornafirði var með í gögnum fram til ársins 2014. Unnið er að því hjá Hagstofu Íslands að taka niðurstöður frá Höfn úr gögnum um Austurland og þá verður nýtt sameinað línurit sett inn.
Mynd 4. Framboð og nýting gistirýmis á Austurlandi. Höfn í Hornafirði telst með Austurlandi til ársins 2012 í nýtingu gistirýmis en telst ekki með í framboði gistirýmis. Unnið er að því hjá Hagstofu Íslands að taka niðurstöður frá Höfn úr gögnum um Austurland frá og með næstu uppfærslu
Uppfært: 8. júní 2022
Heimild: Hagstofa Íslands (2021).
Framboð gistirýmis á öllum tegundum gistingar 1998-2021
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
Fjöldi gistinátta, framboð og nýting gistirýmis á hótelum/gistiheimilum á ári á Austurlandi. (Áhrif framkvæmda: afleidd).
Vöktun
Upplýsingum verður aflað á vefsíðu Hagstofunnar, sem safnar þeim ársfjórðungslega.
Markmið
Aukning í fjölda gistinátta á Austurlandi hlutfallslega meiri eða jöfn aukningu á landsvísu.
Mögulegar viðbragsaðgerðir
Einungis er um vöktun að ræða.
Breytingar á vísi
Á ársfundi verkefnisins 3. maí 2016 var samþykkt eftirfarandi breyting á b og c-liðum vísisins:
Texti fyrir breytingu | Texti eftir breytingu |
---|---|
Fjöldi gistinátta á hótelum/gistiheimilum á ári á Austurlandi | Fjöldi gistinátta, framboð og nýting gistirýmis á hótelum / gistiheimilum á ári á Austurlandi |
Rökstuðningur breytingar:
Markmið breytinganna er að vísarnir mæli stofnstærðir frekar en flæðistærðir eingöngu. Á ársfundi verkefnisins 2015 ræddi Jón Skafti Gestsson um mikilvægi þessa og niðurstöður hópastarfs á fundinum voru að gera ætti þessar breytingar.
Þessi vísir var upphaflega númer 13.1b. Þá hét hann Ferðaþjónusta og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 3.3.2 | Gistinætur og nýting gistirýma |
2007 | 3.1b | Ferðaþjónusta |
Grunnástand
Austurland | Höfuðborgarsvæðið | Ísland | |
---|---|---|---|
Fjöldi gistinátta 2000 | 94.196 | 647.228 | 1.186.455 |
Fjöldi gistinátta 2003 | 118.424 | 706.261 | 1.368.728 |
Hlutfallsleg breyting | + 26% | + 9% | + 15% |
Forsendur fyrir vali á vísi
Fjöldi ferðamanna heimsækir Austurland til að upplifa náttúru svæðisins, fossa, landslag og sérstæð náttúrufyrirbæri. Framkvæmdirnar geta haft áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðamönnum gæti fjölgað vegna áhuga á framkvæmdum, auðveldara aðgengi að svæðum og fleiri viðskiptatengdum ferðum. En umhverfisáhrif virkjunar gætu einnig haft þau áhrif að einhverjum ferðamönnum kann að þykja svæðið síður áhugavert en áður. Ferðamenn geta komist til Austurlands á bíl, með rútu eða flugvél. Flugvöllur er á Egilsstöðum, sem jafnframt er varaflugvöllur fyrir alþjóðaflug, og frá Egilsstöðum eru góðar vegatengingar við flest svæði á Austurlandi.