Framvinda
Mynd 1: Meðaltekjur á Austurlandi samanborið við landið allt. Upplýsingarnar eru fengnar úr skattgrunnskrá. Í skránni eru reiknaðar meðalatvinnutekjur á alla Íslendinga, 16 ára og eldri, reiknað út frá vísitölu neysluverðs með grunn 1988.
Uppfært 24. maí 2024
Heimild: Vefur Ríkisskattstjóra.
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
Meðaltekjur á Austurlandi bornar saman við meðaltekjur á landsvísu. (Áhrif framkvæmd: afleidd).
Áætlun um vöktun
Hagstofa Íslands birtir reglulega upplýsingar um meðaltekjur á landsvísu, skipt niður eftir landssvæðum.
Markmið
Jafnt eða hærra en meðaltal á landsvísu.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.
Breytingar á vísi
Þessi vísir var upphaflega númer 6.1a . Þá hét hann Tekjur íbúa og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 3.1.1 | Meðaltekjur á Austurlandi |
2007 | 1.14a | Tekjur íbúa |
Grunnástand
Hagstofa Íslands safnar gögnum um meðaltekjur á ári. Í upplýsingum um grunnástand fyrir sjálfbærniverkefnið er að finna tölur frá 1999 og 2002 til að sýna þróun eins og hún var áður en framkvæmdir hófust, en meðaltekjur á öllum landshlutum hafa hækkað umtalsvert á þessu tímabili. Tekjur á austurlandi eru nokkuð lægri en tekjur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta á þó við um flest svæði utan suðvesturshornsins og meðaltekjur á Austurlandi eru reyndar heldur hærri en á öðrum svæðum utan höfuðborgarinnar.
Forsendur fyrir vali á vísi
Meðaltekjur eru gagnlegur vísir til að bera saman fjárhagslega velferð á mismunandi svæðum. Tilkoma Kárahnjúkavirkjunar og Fjarðaáls er líkleg til að hafa áhrif á meðaltekjur á Austurlandi. Starfsfólk og fjölskyldur þeirra munu fá beinar tekjur frá þeim fyrirtækjum sem standa að framkvæmdum. En áhrif framkvæmdanna á tekjur á svæðinu verða einnig óbein þar sem fjölmörg störf munu skapast innan fyrirtækja sem munu þjónusta þann aukna fjölda íbúa á svæðinu sem von er á í tengslum við framkvæmdir.