Framvinda
Mynd 1. Ársmeðaltöl af sýrustigi í árvatnssýnum í Reyðarfirði fyrir árin 2006 og 2015 til 2021.
Mynd 2. Ársmeðaltöl af styrk flúors (mg/L) í árvatnssýnum og Grænavatni í Reyðarfirði fyrir árin 2006 og 2015 til 2021.
Mynd 3. Söfnunarstaðir fyrir vatn og snjó í Reyðarfirði
Sýrustig (pH) | Flúor (F) | |
---|---|---|
2007 | 7,39 | 0,034 |
2008 | 7,22 | 0,034 |
2009 | 7 | 0,077 |
2010 | 7,07 | 0,05 |
2011 | 7,01 | 0,05 |
2012 | 7,29 | 0,031 |
2013 | 7,27 | 0,038 |
2014 | 7,41 | 0,024 |
2015 | 7,32 | 0,031 |
2016 | 7,41 | 0,032 |
2017 | 7,39 | 0,037 |
2018 | 7,35 | 0,028 |
2019 | 7,43 | 0,033 |
2020 | 7,36 | 0,029 |
2021 | 7,35 | 0,030 |
Uppfært: 5. maí 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2022)
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt ?
Styrkur (mg/l) fosfórs (P), flúors (F), klórs (Cl) og SO4 í grunnvatni og yfirborðsvatni á völdum stöðum nálægt álveri og nálægt frárennsli álvers. (Áhrif framkvæmda: óbein).
Áætlun um vöktun
Jarðvegssýnum (grunnvatni) verður safnað og þau greind til að skoða styrk F, Cl, SO4 og pH (aðferðafræði við sýnatöku enn í mótun skv. A.W. Davison).
- Yfirborðsvatni verður safnað og það greint til að skoða styrk F, SO4, Cl, þungmálma, PAH-16, basíska eiginleika og pH.
Gagna verður aflað sem hér segir:
- Grunnvatn: Árlega 2004-2008.
- Yfirborðsvatn: Á þriggja mánaða fresti frá 2005-2008.
- Yfirborðssnjór og snjóbráð: Árlega 2005-2008.
Markmið
Markmið verður ákvarðað þegar niðurstöður úr grunnrannsóknum liggja fyrir.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Fyrirtækin geta hagrætt starfsemi sinni og gert úrbætur ef að mengun er yfir leyfilegum mörkum.
Breytingar á vísi
Þessi vísir var upphaflega númer 22.2. Þá hét hann Gæði grunnvatns og yfirborðsvatns við álver og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 2.1.1 | Grunn- og yfirborðsvatn |
2007 | 2.1 | Gæði grunnvatns og yfirborðsvatns við álver |
Grunnástand
Mynd 4. Ársmeðaltöl af sýrustigi í árvatnssýnum í Reyðarfirði fyrir árin 2005-2007
Forsendur fyrir vali á vísi
Meginhluti neysluvatns á Íslandi er ómeðhöndlað grunnvatn en um 5% er yfirborðsvatn, meðhöndlað eða ómeðhöndlað. Þar sem neysluvatn meirihluta íbúa á Íslandi er ómeðhöndlað er viðhald vatnsbóla mikilvægt frá sjónarhóli sjálfbærrar þróunar samfélaga. Stóriðja í nágrenni byggðar getur aukið hættu á mengun grunnvatns. Öll losun, hvort sem hún er í formi fastra efna, vökva eða gass, getur haft áhrif á gæði grunnvatnsins.
Ítarefni
Hægt er að skoða eldri skýrslur með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.