Fara í efni

Rannsóknir á göngum laxfiska í Lagarfljóti 2011

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á göngum laxfiska í Lagarfljóti 2011
Undirtitill Talningar í Lagarfossi og far útvarpsmerktra fiska
Lýsing

Lögurinn er þriðja stærsta vatn landsins og stærsta jökulvatn frá náttúrunnar hendi, en vatnasvið þess er um 2900 km2 . Lagarfljót fellur til sjávar í Héraðsflóa og á þar sameiginlegan ós með Jökulsá á Dal. Lagarfoss er í Lagarfljóti um 21 km frá sjó, en þar er vatnsaflsvirkjun og hófst raforkuvinnsla þar 1975. Frá Lagarfossvirkjun að brú við Egilsstaði eru um 27 km (Sigurjón Rist 1990), en á þeim kafla eru m.a. Steinsvaðsflói og Vífilstaðaflói (1. mynd). Lögurinn sjálfur er talinn ná frá þrengingum við brú við Egilsstaði að ósum Jökulsár í Fljótsdal.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Benóný Jónsson
Nafn Ingi Rúnar Jónsson
Flokkun
Flokkur Vatnalíf
Útgáfuár 2011
Útgefandi Veiðimálastofnun
Leitarorð Bleikja, lax, urriði