Fara í efni

LV-2015-075 Rennslisgæfir mælar Landsvirkjunar á Austurlandi 2014

Nánari upplýsingar
Titill LV-2015-075 Rennslisgæfir mælar Landsvirkjunar á Austurlandi 2014
Undirtitill LV-2015-075
Lýsing Landsvirkjun hefur í samstarfi við Orkustofnun og Veðurstofu Íslands rekið kerfi rennslisgæfra vatnshæðarmæla á Austurlandi um margra ára skeið. Meginmarkmið mælinganna var upphaflega að kanna hagkvæmni virkjana á svæðinu og þá sérstaklega varðandi stóru vatnsföllin Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal. Alls hafa 20 rennslisgæfir vatnshæðarmælar verið reknir á svæðinu frá upphafi en í dag eru 9 þessara mæla enn í rekstri. Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar hafa orðið breytingar á vatnafari svæðisins og markmið núverandi mælakerfis breyst. Í skýrslunni er skoðaður tilgangur þeirra mæla sem eru í rekstri, hvenær rekstur hófst og lítillega fjallað um rekstur hvers mælis. Einnig eru teknar saman tölfræðilegar upplýsingar um gagnaraðir hvers mælis og hvort og þá hvernig rennsli viðkomandi vatnsfalls hefur breyst eftir virkjanaframkvæmdir.
Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Egill Axelsson
Flokkun
Flokkur Vatnabúskapur
Útgáfuár 2015
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Vatnamælingar, vatnshæðarmælakerfi, vatnshæð, rennsli, rennslismælingar, rennslisgæfir mælar, Kárahnjúkavirkjun, Austurland, Jökulsá í Fljótsdal, Hóll, Eyjabakkafoss, Kelduá, Fellsá, Kringilsá, Hrafnkelsá, Jökulsá á Dal, Brú, Hjarðahagi