LV-2013/068 - Kísilþörungar og smádýr í Lagarfljóti 2006–2007
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | LV-2013/068 - Kísilþörungar og smádýr í Lagarfljóti 2006–2007 |
Undirtitill | VMST/13037 |
Lýsing | Miklar og snöggar sveiflur voru á vatnsborði Lagarins bæði árin sem rannsóknin stóð yfir. Gat breyting á vatnsborði breyst um tugi sentímetra á örfáum dögum. Á milli fyrstu og annarrar sýnatöku 2006 (16. maí og 6. júní) hafði vatnsborð hækkað um 66 cm. Mælingar á ljósi í Leginum voru einungis gerðar í september 2006. Reyndist ljós sem nýtist þörungum til tillífunar vera horfið á innan við 2 m dýpi. Mælingar á rýni (sjóndýpi) voru gerðar mun oftar en ljósmælingarnar og sýndu þær mælingar að rýni var á bilinu 20–60 cm sumarið 2006 og var á bilinu 20–30 cm yfir sama tíma 2007. Rýnið var mest fyrripart sumars og dvínaði er leið á sumarið. Svifdýr í Leginum einkennast fyrst og fremst af krabbadýrum. Árfætlur (Copepoda) eru þar í mestum mæli, einkum svifdíli (Diaptomus). Magn svifdýra var á bilinu 0,4–17,9 dýr í hverjum lítra, sem er lítið í samanburði við önnur stór stöðuvötn hér á landi. Mesta magn mældist undir júnílok út af Húsatanga 2006 |
Skráarviðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Iris Hansen |
Nafn | Eydís Njarðardóttir |
Nafn | Finnur Ingimarsson |
Nafn | Haraldur R. Ingvason |
Nafn | Jón S. Ólafsson |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Vatnabúskapur |
Útgáfuár | 2013 |
Útgefandi | Veiðimálastofnun |
Leitarorð | Rannsóknir, Lagarfljót, Þörungar, smádýr |