Fara í efni

LV-2013/068 - Kísilþörungar og smádýr í Lagarfljóti 2006–2007

Nánari upplýsingar
Titill LV-2013/068 - Kísilþörungar og smádýr í Lagarfljóti 2006–2007
Undirtitill VMST/13037
Lýsing

Miklar og snöggar sveiflur voru á vatnsborði Lagarins bæði árin sem rannsóknin stóð yfir. Gat breyting á vatnsborði breyst um tugi sentímetra á örfáum dögum. Á milli fyrstu og annarrar sýnatöku 2006 (16. maí og 6. júní) hafði vatnsborð hækkað um 66 cm.

Mælingar á ljósi í Leginum voru einungis gerðar í september 2006. Reyndist ljós sem nýtist þörungum til tillífunar vera horfið á innan við 2 m dýpi. Mælingar á rýni (sjóndýpi) voru gerðar mun oftar en ljósmælingarnar og sýndu þær mælingar að rýni var á bilinu 20–60 cm sumarið 2006 og var á bilinu 20–30 cm yfir sama tíma 2007. Rýnið var mest fyrripart sumars og dvínaði er leið á sumarið.

Svifdýr í Leginum einkennast fyrst og fremst af krabbadýrum. Árfætlur (Copepoda) eru þar í mestum mæli, einkum svifdíli (Diaptomus). Magn svifdýra var á bilinu 0,4–17,9 dýr í hverjum lítra, sem er lítið í samanburði við önnur stór stöðuvötn hér á landi. Mesta magn mældist undir júnílok út af Húsatanga 2006

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Iris Hansen
Nafn Eydís Njarðardóttir
Nafn Finnur Ingimarsson
Nafn Haraldur R. Ingvason
Nafn Jón S. Ólafsson
Flokkun
Flokkur Vatnabúskapur
Útgáfuár 2013
Útgefandi Veiðimálastofnun
Leitarorð Rannsóknir, Lagarfljót, Þörungar, smádýr