LV-2008/033 - Vatnsborðs- og grunnvatnsmælingar í Fljótsdal og á Héraði fyrir Kárahnjúkavirkjun
Nánari upplýsingar |
Titill |
LV-2008/033 - Vatnsborðs- og grunnvatnsmælingar í Fljótsdal og á Héraði fyrir Kárahnjúkavirkjun |
Undirtitill |
LV-2008/033 |
Lýsing |
Í skýrslunni er fjallað um mælingar á vatnsborði og grunnvatni í Fljótsdal og á Héraði. Lagt er mat á ástand svæðisins fyrir gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar en sú framkvæmd breytir rennslishegðun ýmissa vatnsfalla á Austurlandi. Veiting vats úr Hálslóni til Fljótsdals mun hafa í för með sér aukið rennsli til Lagarfljóts en rennsli í Jökulsá á Dal mun að sama skapi minnka. Eins mun rennslishegðun vatnsfalla ofan af Hraunum breytast nokkuð. Þessar breytingar á vatnafari kalla á ákveðnar mótvægisaðgerðir en fylgst verður náið með vatnsborði fyrir og eftir virkjun. Mælingarnar voru gerðar allt frá árinu 2000, handvirkar sem og rafrænar. Grunnvatnsstaðan er mæld í 4 sniðum út frá Jökulsá í Fljótsdal, Lagarfljóti og Jökulsá á Dal. Síritandi mælum var komið fyrir í vatnsfalli viðkomandi sniðs en eins voru settir upp síritandi mælar í Lagarfljóti til að fylgjast með ástandi þess. Niðurstöður þessara mælinga eru settar fram auk þess sem gerð er grein fyrir hugmyndum að áframhaldandi mælingum eftir að Kárahnjúkavirkjun er komin í fullan gang. |
Skráarviðhengi |
|
Höfundar |
Nafn |
Egill Axelsson |
Flokkun |
Flokkur |
Vatnabúskapur |
Útgáfuár |
2008 |
Útgefandi |
Landsvirkjun |
Leitarorð |
Vatnsborð, grunnvatnsborð, Jökulsá í Fljótsdal, Lagarfljót, Jökulsá á Dal, Kárahnjúkavirkjun, Fljótsdalur, Hérað, mótvægisaðgerðir, rennsli, 212 |