Fara í efni

LV-2010/043 - Kárahnjúkavirkjun.

Nánari upplýsingar
Titill LV-2010/043 - Kárahnjúkavirkjun.
Undirtitill Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2009
Lýsing

Mælingar á fallryki hafa staðið yfir á svæðinu í kringum Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði á hverju sumri frá árinu 2005. Tilgangurinn er að meta áhrif Hálslóns á rykmistur sem berst frá hálendinu norðan Vatnajökuls til norðausturs yfir Jökuldal og Fljótsdalshérað. Fallryksmælar voru gerðir virkir um mánaðarmót maí/júní í byggð og mánaðarmót júní/júlí á hálendinu. Mælt var á öllum stöðum til loka september. Fallryk mældist í flestum tilvikum lítið en í september fór ryk yfir viðmiðunarmörk fyrir loftgæði í fallryksmæli í Arnardal. Upptök ryksins voru á eyrum Jökulsár á Fjöllum í suðvestan og vestan hvassvirði sem gekk yfir landið um miðjan september. Mest hætta á rykmengun frá bökkum Hálslóns er frá því að snjóa leysir á vorin og jarðvegur fer að þorna og þar til lónið fer að fyllast af vatni. Mikilvægt er því að koma fallryksmælum upp sem fyrst á vorin. Þessi skýrsla fjallar um fallryskmælingar sumarið 2009 og er fimmta skýrslan sem kemur út vegna fallryksmælinga.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Gerður Guðmundsdóttir
Nafn Náttúrustofa Austurlands
Flokkun
Flokkur Loftgæði
Útgáfuár 2010
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Fallryk, mistur, Brúaröræfi, Fljótsdalshérað, Hálslón, Kárahnjúkavirkjun.