Fara í efni

LV-2009/003 - Kárahnjúkavirkjun.

Nánari upplýsingar
Titill LV-2009/003 - Kárahnjúkavirkjun.
Undirtitill Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008
Lýsing

Tilgangur mælinga á fallryki er að meta áhrif Hálslóns á rykmistur sem berst frá hálendinu norðan Vatnajökuls til norðausturs yfir Jökuldal og Fljótsdalshérað. Sumarið 2008 voru fallryksmælar gerðir virkir um miðjan júní og var fallryk mælt fram í miðjan október við Hálslón og í byggð en fram í miðjan september á Brúaröræfum. Niðurstöður mælinga sumarið 2008 sýna að fallryk mældist í flestum tilvikum lítið. Við Hálslón og á Brúaröræfum mældist fallryk alltaf lítið á öllum tímabilum en í byggð mældist það tvisvar yfir loftgæðamörkum fyrir fallryk úr andrúmslofti. Í báðum tilvikum má skýra hágildi með staðbundnum uppruna. Þetta er fjórða sumarið sem fallryksmælingar fara fram og fyrsta sumarið eftir að Hálslón fylltist af vatni. Þessi skýrsla fjallar um fallryksmælingar sumarið 2008 og er fjórða skýrslan sem kemur út vegna fallryksmælinga.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Gerður Guðmundsdóttir
Nafn Náttúrustofa Austurlands
Flokkun
Flokkur Loftgæði
Útgáfuár 2009
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Fallryk, mistur, Brúaröræfi, Fljótsdalshérað, Hálslón, Kárahnjúkavirkjun