Fara í efni

LV-2023-053 - Gróðurstyrking við Hálslón

Nánari upplýsingar
Titill LV-2023-053 - Gróðurstyrking við Hálslón
Undirtitill Framkvæmdir 2023
Lýsing

Sumarið 2023 var 75 tonnum af áburði dreift á um 400 hektara í  nágrenni Hálslóns.
Markmið áburðardreifingarinnar er að draga úr umhverfisáhrifum Hálslóns og Kárahnjúkavirkjunar. Með áburðardreifingunni er gróðurþekjan styrkt, bæði heildarþekja og gróðurhæð. Þannig getur gróðurinn betur tekið við áfoki og þol gagnvart jarðvegsrofi eykst. Lagt er til að áfram verði unnið með álíka umfangi sumarið 2024 en með nokkuð breyttum áherslum þar sem lagt verður upp með að loka sandflákum og rofabörðum meðfram strönd Hálslóns með lífrænu efni.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Gústav Ásbjörnsson
Nafn Elín Fjóla Þóransdóttir
Nafn Jóhann Thorarensen
Flokkun
Flokkur Gróður
Útgáfuár 2023
Leitarorð 443, Gróðurstyrking, framvinda, dreifing áburðar, uppgræðsla, Húsey, Hálslón