LV-2017-054 Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði
Nánari upplýsingar |
Titill |
LV-2017-054 Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði |
Undirtitill |
Samanburður á samsetningu og þekju gróðurs árin 2008 og 2016 |
Lýsing |
Þær gróðurbreytingar sem sáust á Fljótsdalsheiði á árunum 2008 til 2016 bentu til aukins beitar-álags. Heildargróðurþekja minnkaði og meðalþekja flétta minnkaði mikið milli ára. Meðalþekja lyngs og smárunna, byrkninga og hálfgrasa minnkaði einnig á milli ára en þekja blómjurta jókst. Hlutfall ógróins yfirborðs hélst þó svipað milli ára. Ekki var að sjá neinar augljósar breytingar á grósku út frá þróun gróðurstuðuls á svæðinu síðustu 17 árin en gildi stuðulsins síðustu tvö ár rannsóknar voru þó með hæsta móti. Breytingar á heildargróðurþekju milli athugunarára má að hluta til líklega rekja til aukinnar beitar grasbíta. Hreindýr bíta fléttur, einkum frá hausti fram á vor. Líklegt er að beit hreindýra skýri þær breytingar sem sáust á fléttugróðri á Fljótsdalsheiði frá 2008 til 2016. |
Skráarviðhengi |
|
Höfundar |
Nafn |
Guðrún Óskarsdóttir |
Nafn |
Elín Guðmundsdóttir |
Nafn |
Kristín Ágústsdóttir |
Nafn |
Skarphéðinn G. Þórisson |
Nafn |
Náttúrustofa Austurlands |
Flokkun |
Flokkur |
Gróður |
Útgáfuár |
2017 |
Útgefandi |
Landsvirkjun |
Leitarorð |
Gróðurvöktun, Fljótsdalsheiði, Snæfellsöræfi, gróður, gróðurstuðull, NDVI, gróðursamsetning, fléttur, tegundasamsetning, gróðurfar, hreindýr, hreindýrabeit. |