Fara í efni

LV-2017-054 Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði

Nánari upplýsingar
Titill LV-2017-054 Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði
Undirtitill Samanburður á samsetningu og þekju gróðurs árin 2008 og 2016
Lýsing

Þær gróðurbreytingar sem sáust á Fljótsdalsheiði á árunum 2008 til 2016 bentu til aukins beitar-álags. Heildargróðurþekja minnkaði og meðalþekja flétta minnkaði mikið milli ára. Meðalþekja lyngs og smárunna, byrkninga og hálfgrasa minnkaði einnig á milli ára en þekja blómjurta jókst. Hlutfall ógróins yfirborðs hélst þó svipað milli ára. Ekki var að sjá neinar augljósar breytingar á grósku út frá þróun gróðurstuðuls á svæðinu síðustu 17 árin en gildi stuðulsins síðustu tvö ár rannsóknar voru þó með hæsta móti. Breytingar á heildargróðurþekju milli athugunarára má að hluta til líklega rekja til aukinnar beitar grasbíta. Hreindýr bíta fléttur, einkum frá hausti fram á vor. Líklegt er að beit hreindýra skýri þær breytingar sem sáust á fléttugróðri á Fljótsdalsheiði frá 2008 til 2016.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Guðrún Óskarsdóttir
Nafn Elín Guðmundsdóttir
Nafn Kristín Ágústsdóttir
Nafn Skarphéðinn G. Þórisson
Nafn Náttúrustofa Austurlands
Flokkun
Flokkur Gróður
Útgáfuár 2017
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Gróðurvöktun, Fljótsdalsheiði, Snæfellsöræfi, gróður, gróðurstuðull, NDVI, gróðursamsetning, fléttur, tegundasamsetning, gróðurfar, hreindýr, hreindýrabeit.