LV‐2017/107 - Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi ‐ Mat á samfélagsvísum og verklagi verkefnisins
Nánari upplýsingar |
Titill |
LV‐2017/107 - Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi ‐ Mat á samfélagsvísum og verklagi verkefnisins |
Undirtitill |
LV‐2017/107 |
Lýsing |
Sjálfbærniverkefninu á Austurlandi var komið á fót árið 2004 til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun standa að verkefninu, eru eigendur þess og lykilhagsmunaaðilar ásamt Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði. Verkefnið byggir fyrst og fremst á hugmyndafræði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þar sem tekið er tillit til umhverfis, efnahags og félagslegra þátta. Víðtækt samráð var haft á sínum tíma, við ólíka hagsmunaaðila, um þau málefni sem lögð voru til grundvallar í vali á sjálfbærnivísum. Vöktun vísanna hefur nú staðið yfir síðan 2007 og hefur Austurbrú haft umsjón með verkefninu síðan 2013. Í tilefni af tímamótum tíu ára vöktunar ákváðu eigendur verkefnisins, í samráði við Austurbrú, að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um gerð úttektar sem fæli í sér rýni á tilgangi og umfangi verkefnis, verklagi og val á vísum, þróun og markmið samfélagsvísanna sem og ávinning, birtingu og eftirfylgni niðurstaðna. Auk þess var markmiðið að greina samfélagsvísana með hliðsjón af félagsvísum velferðarráðuneytisins. |
Skráarviðhengi |
|
Höfundar |
Nafn |
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir |
Nafn |
Sigrún Birna Björnsdóttir |
Nafn |
Andrea Gerður Dofradóttir |
Nafn |
Ævar Þórólfsson |
Nafn |
Guðný Gústafsdóttir |
Nafn |
Árdís A. Arnaldsdóttir |
Flokkun |
Flokkur |
Gögn verkefnisins |
Útgáfuár |
2017 |
Útgefandi |
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands |
Leitarorð |
sjálfbærni, Austurland, Kárahnjúkavirkjun, Alcoa
Fjarðarál, samfélag, umhverfi, efnahagur, vöktun,
sjálfbærnivísar, félagsvísar |