Fara í efni

LV-2011/080 - Vöktun heiðagæsa á Snæfellsöræfum 2011. Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á heiðagæsir

Nánari upplýsingar
Titill LV-2011/080 - Vöktun heiðagæsa á Snæfellsöræfum 2011. Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á heiðagæsir
Undirtitill LV-2011/080
Lýsing Vöktun heiðagæsa á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar var fram haldið sumarið 2011. Náttúrustofa Austurlands rannsakaði varpið á Snæfellsöræfum með sniðtalningum og ófleygar gæsir voru taldar í júlí. Ungafjöldi með pörum var skoðaður yfir sumarið. Sökum óhagstæðs tíðarfars var ekki hægt að taka út varpið á austanverðum Vesturöræfum né í Kringilsárrana eins og til stóð. Frá árinu 2000 hefur heiðagæsum fjölgað mikið á Austurlandi sem er í samræmi við vöxt í stofninum og fellihópar geldra heiðagæsa á Eyjabökkum sýna nú vöxt eftir lágmark árið 2008. Árið 2011 hrundi varp heiðagæsa á Vesturöræfum sem rekja má að stærstum hluta til hretsins síðari hluta maí og eggjatöku. Fækkunin nam 62-64% hreiðra. Slík afföll eru vel þekkt í gæsavörpum þegar sambærilegar aðstæður skapast. Víða fór heiðagæsavarp illa út úr hretinu Austanlands m.a. á Jökuldal og í Hvannalindum. Litlar breytingar hafa orðið á varpi austan við Snæfell. Afföll urðu einnig á fullorðnum heiðagæsum. Hræ voru send í krufningu sem reyndust óvenju mögur. Víða fundust ræflar af dauðum heiðagæsum í Norðausturhálendinu um sumarið
Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Halldór Walter Stefánsson
Nafn Skarphéðinn G. Þórisson
Flokkun
Flokkur Fuglar
Útgáfuár 2012
Útgefandi Náttúrustofa Austurlands
Leitarorð Heiðagæs, Snæfellsöræfi, vöktun, Kárahnjúkavirkjun.