LV-2010/045 - Hávellutalningar á Lagarfljóti og varpdreifing skúms á Úthéraði 2009
Nánari upplýsingar |
Titill |
LV-2010/045 - Hávellutalningar á Lagarfljóti og varpdreifing skúms á Úthéraði 2009 |
Undirtitill |
LV-2010/045 |
Lýsing |
Náttúrustofa Austurlands tók að sér rannsóknir á hávellum og skúmum á Héraði sumarið 2009 fyrir Landsvirkjun. Áður hafði Náttúrufræðistofnun Íslands séð um vöktun þessara tegunda. Náðu rannsóknirnar yfir varpdreifingu skúms á Úthéraði og talningar á hávellu á Lagarfljóti. Lítið var til niðurstaðna umhverfismats Kárahnjúkavirkjunar árið 2000 til samanburðar á fjölda fugla auk vetrarfuglatalninga Náttúrufræðistofnunar og veiðitalna Umhverfisstofnunar.
Aðalvarpsvæði skúma á Úthéraði hefur löngum verið við farvegi Jökulsár á Dal, og hávellur hafa sótt mikið á Lagarfljót. Litlar breytingar hafa orðið á mikilvægi Jöklu fyrir skúm þó fjöldi á Úthéraði hafi minnkað miðað við árið 2000. Hinsvegar hefur fjöldi hávellu minnkað verulega á sama tímabili. Flestar voru hávellurnar næst Héraðsflóa en minnst á öðrum svæðum og við Fellabæ. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessum breytingum. Í ljósi niðurstaðna telur Náttúrustofa Austurlands æskilegt að áfram verði fylgst með þróun mála hjá hávellum á Lagarfljóti og skúmum á Úthéraði. |
Skráarviðhengi |
|
Höfundar |
Nafn |
Halldór Walter Stefánsson |
Nafn |
Náttúrustofa Austurlands |
Flokkun |
Flokkur |
Fuglar |
Útgáfuár |
2010 |
Útgefandi |
Landsvirkjun |
Leitarorð |
Hávella, skúmur, Lagarfljót, Úthérað, vöktun, Kárahnjúkavirkjun. |