LV-2019/64 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.
Nánari upplýsingar |
Titill |
LV-2019/64 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns. |
Undirtitill |
Áfangaskýrsla 2019 |
Lýsing |
Landgræðslan hefur séð um vöktun og mælingar á áfoki við austurströnd Hálslóns og í norðurhluta Kringilsárrana frá 2014 að beiðni Landsvirkjunar. Eftirlitsferð var farin í 1.-3. júlí 2019 þar sem mælireitir voru ljósmyndaðir, þykkt og útbreiðsla áfoks mæld og mælibúnaður sjálfvirkra mælitækja yfirfarinn. Talsvert áfok mældist við austurströnd Hálslóns og náði áfokssvæðið yfir ríflega helmingi stærra svæði en áður. Við Lindabungu stækkaði það úr 5,8 ha í 14,6 ha og á Kofaöldu fór útbreiðslan úr 8,4 ha í 16,7 ha. Í Kringilsárrana sýndu niðurstöður frá sjálfvirku mælistöðvunum fram á lítið sem ekkert áfok og mælingar á útbreiðslu áfokssvæðanna sýndu einnig að áfok var heldur minna en síðustu ár nema nyrst þar sem áfokssvæðin hafa stækkað umtalsvert, úr 0,14 ha 2018 í 1,8 ha 2019. Vegna aukins áfoks var tveimur nýjum mælireitum bætt við nyrst í Kringilsárrana en einn mælireitur hafði horfið þar vegna landbrots. |
Skráarviðhengi |
|
Höfundar |
Nafn |
Ágústa Helgadóttir |
Nafn |
Elín Fjóla Þórarinsdóttir |
Nafn |
Guðrún Schmidt |
Nafn |
Þorsteinn Kristinsson |
Flokkun |
Flokkur |
Áfok við strönd Hálslóns |
Útgáfuár |
2019 |
Útgefandi |
Landsvirkjun |
Leitarorð |
Hálslón, Kringilsárrani, áfok, mælingar á áfoki,
vöktun með ljósmyndum, áfoksgeirar, sjálfvirkar
mælistöðvar með Sensit kornateljurum, landbrot,
fokgirðingar. |