Fara í efni

LV-2016/119 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.

Nánari upplýsingar
Titill LV-2016/119 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.
Undirtitill Áfangaskýrsla 2016
Lýsing

Sumarið 2014 hófst vöktun og mælingar á áfoki við austurströnd Hálslóns og í norðurhluta Kringilsárrana að beiðni Landsvirkjunar. Ljósmyndun mælireita og mælingar á útbreiðslu áfoks fóru fram í júlí 2016. Niðurstöður úttektarinnar sýna að við austurströnd Hálslóns voru ekki ummerki um aukið áfok og sama má segja um norðurhluta Kringilsárrana. Í suðurhluta Kringilsárrana hafði útbreiðsla áfoks aukist frá 2015 og einnig hafði áfoksgeirinn stækkað aðeins til norðausturs. Flest bendir þó til þess að í báðum tilfellum sé um að ræða tilflutning eldri áfoksefna fremur en að ný áfoksefni hafi borist frá lónstæði Hálslóns. Tvö lítil áfokssvæði bættust við norðan Hrauka en þar eru vísbendingar um að áfoksefni berist bæði frá lónstæði og úr rofbökkum á svæðinu. Tveir áfoksstormar mældust við sjálfvirkar mælistöðvar í áfoksgeiranum síðsumars 2016 eftir að mælingum lauk.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Ágústa Helgadóttir
Nafn Elín Fjóla Þórarinsdóttir
Nafn Jóhann Þórsson
Flokkun
Flokkur Áfok við strönd Hálslóns
Útgáfuár 2016
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Hálslón, Kringilsárrani, áfok, mælingar á áfoki, vöktun með ljósmyndum, áfoksgeirar, sjálfvirkar mælistöðvar með Sensit kornateljurum, fokgirðingar.