LV-2014/094 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.
Nánari upplýsingar |
Titill |
LV-2014/094 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns. |
Undirtitill |
Áfangaskýrsla 2014 |
Lýsing |
Að beiðni Landsvirkjunar var gerð úttekt á áfoki frá lónstæði Hálslóns og hannað úttektarkerfi fyrir vöktun á áfoki til framtíðar. Vöktunarkerfið byggir á ljósmyndum sem teknar eru með reglulegu millibili meðfram lónsborði Hálslóns. Þá er metin útbreiðsla áfokssvæða sem hafa þegar myndast og þykkt áfoks mæld. Úttekt fór fram við austurströnd Hálslóns og í Kringilsárrana í júlí 2014. Niðurstöður úttektarinnar sýna að tvö áfokssvæði eru við austurströnd Hálslóns, við Lindarbungu og Kofaöldu og eru þau bæði yfir 1 ha að stærð. Í Kringilsárrana eru þrjú megin áfokssvæði, norðan Syðri Hrauka er um 1,8 ha samfellt svæði, í vík rétt sunnan Hrauka er að myndast áfoksgeiri, auk þess sem áfok er á nokkrum svæðum við fokgirðingarnar nyrst í Rananum. Mesta áfokið er í víkinni sunnan Hrauka, á rúmlega 0,2 ha svæði með að jafnaði rúmlega 4 cm þykku áfoki. |
Skráarviðhengi |
|
Höfundar |
Nafn |
Elín Fjóla Þórarinsdóttir |
Nafn |
Guðrún Schmidt |
Nafn |
Jóhann Þórsson |
Nafn |
Kristín Svavarsdóttir |
Flokkun |
Flokkur |
Áfok við strönd Hálslóns |
Útgáfuár |
2014 |
Útgefandi |
Landsvirkjun |
Leitarorð |
Hálslón, Kringilsárrani, áfok, mælingar á áfoki,
vöktun með ljósmyndum, áfoksgeirar |