Framvinda
Mynd 1. Hlutfall kvenna og karla í störfum á Austurlandi samanborið við kynjahlutföll í sambærilegum störfum á Íslandi.
Hér má skoða töflu með niðurstöðum áranna 2007-2023.
Uppfært: 3. september 2024
Heimild: Hagstofa Íslands 2024
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
Hlutfall karla og kvenna í störfum á Austurlandi í samanburði við kynjahlutföll í sambærilegum störfum á landsvísu (Áhrif framkvæmda bein) Mælingar eru byggðar á starfaflokkun ÍSTARF95):
- Stjórnendur (ÍSTARF 12 - 13)
- Sérfræðingar (ÍSTARF 2)
- Verkfræðingar (ÍSTARF 2142 - 2147)
- Tæknar og sérmenntað starfsfólk (ÍSTARF 3)
- Skrifstofustörf (ÍSTARF 4)
- Þjónustu-, sölu- og verslunarstörf (ÍSTARF 5)
- Iðnaðarmenn (ÍSTARF 7)
- Véla- og vélgæslufólk (ÍSTARF 8)
- Ósérhæft starfsfólk (ÍSTARF 9)
Breytingar á vísi
Þessi vísir var í raun ekki hluti af upphaflegri vöktun en þó var upplýsinga aflað í tengslum við vísi 2.1. Þá hét hann Kynjahlutfall starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 1.2.1 | Kynjahlutfall í vinnuafli |
2007 | 1.1 | Kynjahlutfall í vinnuafli |
Grunnástand
Forsendur fyrir vali á vísi
Þessi vísir á að fylgjast með jafnvægi kynjanna á vinnumarkaði. Aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til fólksfækkunar á Austurlandi, þar sem fjölbreyttari mennta- og atvinnutækifæri á suðvesturhorninu hafa dregið að sér ungt fólk frá svæðinu. Við þetta bætist að konur hafa ekki átt um marga kosti að velja á vinnumarkaði þar sem aðaláherslan er á hefðbundnar karlagreinar s.s. sjómennsku og landbúnað. Ójafnvægi í kynjahlutföllum á vinnumarkaði getur haft áhrif á samfélagslegan stöðugleika. Framkvæmdirnar á Austurlandi og tilkoma Fjarðaáls mun hugsanlega snúa við þessari þróun og leiða til þess að fólk mun flytja til Austurlands vegna atvinnutækifæra fremur en að flytja burt.
Ítarefni

ÍSTARF95 Íslensk starfaflokkun með skýringum og dæmum.