Breytingar á vísum 2022
Breytingar – lagfæringar á vísum
Tillögur til að leggja fyrir á ársfundi Sjálfbærniverkefnisins 2022
1.1.1 Íbúafjöldi
Hvað er mælt?
Er nú: Íbúafjöldi á Mið-Austurlandi (Áhrif framkvæmda: afleidd).
Verður: Íbúafjöldi á Austurlandi (Áhrif framkvæmda: afleidd).
Rökstuðningur: Í upphafi verkefnisins var verið að skoða mannfjölda á Mið-Austurlandi (Seyðisfjörður, Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Fljótsdalshérað). Með sameiningu Múlaþings bætist Djúpivogur inn í mannfjöldatölur og Mið-Austurland verður því óraunhæfur mælikvarði.
1.1.2 Kynja- og aldurssamsetning
Hvað er mælt?
Er nú: Kynja- og aldurssamsetning á Mið-Austurlandi borin saman við landið í heild. (Áhrif framkvæmda: afleidd)
Verður: Kynja- og aldurssamsetning á Austurlandi borin saman við landið í heild. (Áhrif framkvæmda: afleidd)
Rökstuðningur: Í upphafi verkefnisins var verið að skoða mannfjölda á Mið-Austurlandi (Seyðisfjörður, Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Fljótsdalshérað). Með sameiningu Múlaþings bætist Djúpivogur inn í mannfjöldatölur og Mið-Austurland verður því óraunhæfur mælikvarði.
1.5.1 Tíðni afbrota – Viðbót við vísi
Hvað er mælt?
Bætt við: Fjöldi umferðalagabrota á Austurlandi og á landsvísu.
Rökstuðningur: Hluti af framþróun vísa með því að bæta við áhugaverðri tölfræði.