Framvinda
Mynd 1. Hlutfall keyptrar vöru og þjónustu á Íslandi af heildar vöru- og þjónustukaupum.
Becthel skilaði inn upplýsingum um heildarkostnað vegna kaupa á vöru og þjónustu árið 2005. Samtals 32,2% er kostnaður vegna vöru og þjónustu sem keypt hefur verið af íslenskum aðilum. Ekki er hægt að nálgast svipaðar upplýsingar hjá verktökum Kárahnjúkavirkjunar.
Uppfært: 19. mars 2024
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2016), Landsvirkjun (2024), Becthel (2005)
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
Hlutfall vöru og þjónustu (mælt í verðgildi í íslenskum krónum) sem Fjarðaál, Landsvirkjun og undirverktakar kaupa á Íslandi. (Áhrif framkvæmda: bein).
Áætlun um vöktun
Fjármálateymi Fjarðaáls og fjármálasvið Landsvirkjunar munu safna þessum upplýsingum árlega fyrir rekstartímann og óska eftir gögnum frá verktökum þar sem það er mögulegt.
Markmið
Alcoa, Landsvirkjun og verktakar hafa öll þá stefnu að taka hagstæðasta tilboði þegar aðföng eru keypt. Því er ekki viðeigandi að setja töluleg markmið en upplýsingum verður safnað og þeim miðlað.
Mögulegar viðbragsaðgerðir
Einungis er um vöktun að ræða.
Uppfært: 18.7.2016
Breytingar á vísi
Upprunalegur mælikvarði var: Hlutfall vöru og þjónustu (mælt í verðgildi í íslenskum krónum) sem Fjarðaál og Landsvirkjun kaupa af fyrirtækjum á Austurlandi og það hlutfall sem keypt er á Íslandi. Í þriðja áfanga var mælikvarðanum breytt þannig að "Austurland" var fjarlægt úr heiti vísis og mælikvarða. Ástæðan var sú að ekki var raunhæft að flokka á milli aðfanga á Íslandi og þeirra sem koma frá Austurlandi sérstaklega.
Þessi vísir var upphaflega númer 14.2. Þá hét hann Magn vöru og þjónustu framleitt á Austurlandi og á Íslandi og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 4.3.4 | Magn vöru og þjónustu framleitt á Íslandi |
2007 | 3.4 | Magn vöru og þjónustu framleitt á Íslandi |
Grunnástand
Alcoa Fjarðaál | Landsvirkjun |
---|---|
79% | 75% |
Forsendur fyrir vali á vísi
Framkvæmdirnar á Austurlandi gætu haft umtalsverð jákvæð áhrif á íslenskt hagkerfi vegna kaupa á aðföngum, bæði vörum og þjónustu, frá íslenskum fyrirtækjum á Austurlandi og annars staðar. Margar starfsgreinar gætu þannig hagnast á framkvæmdunum bæði á byggingar- og rekstrartíma virkjunar og álvers. Ef of stór hluti tekna kemur frá sama aðilinum getur það dregið úr stöðugleika. Með því að fylgjast með þessari veltuaukningu er hægt að meta hversu mikið aðrar starfsgreinar treysta á viðskipti sem tengjast framkvæmdunum sem getur verið vísbending um sjálfbærni efnahagskerfisins.