Framvinda
* Settur er fyrirvari á niðurstöður flúors árið 2012 vegna óvissu um losun um reykháf. Vitað er að á tímabilinu frá miðjum maí fram í ágúst jókst losunin um reykháf. Ekki eru til mæligögn sem staðfesta þessa aukningu.
Árið 2007 var álverið ekki komið í fulla framleiðslu, og reyndist því erfitt að meta útblástur fyrir hvert tonn af áli. Heildarlosun þess árs var eftirfarandi:
- Rykagnir: 11,7 kg
- Brennisteinsdíoxíð (SO2) 501 kg
- Flúor 17 kg
Uppfært: 19. apríl 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál 2009 - 2022
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt ?
- Losun rykagna, brennisteinsdíoxíðs (SO2) og flúors (F) á hvert tonn áls sem er framleitt. (Áhrif framkvæmda: bein).
Áætlun um vöktun
- Stöðugar mælingar á útblástursefnum skorsteins við hvort hreinsivirki. Mælitæki skrá losun frá:
- Skorsteini við kerskála, eftir hreinsun
- Loftræstibúnaði í kerskálum
- Uppsprettum
- Ryksýnishornum í skorsteini safnað annað slagið.
- Upplýsingum verður safnað með árlegri „significant measurement“ (EOL):
- Loftbundinn flúor: Stöðugt
- Flúor í ryki: stök sýni til að fylgja árlegum mælingum
- SO2: samsetning
Markmið
Ryk (samkvæmt starfsleyfi).
- Meðaltal á ári af loftræstingu úr kerskálum, <1 kg fyrir hvert tonn af framleiddu áli
- Meðaltal á mánuði úr kerskálum: <1,3 kg fyrir hvert tonn af framleiddu áli
- Útblástursryk frá öðrum stöðum en kerskálum: <50 mg/Nm3
Heildar flúormagn
- Árleg losun frá kerskálum: <0,35 kg á hvert tonn af framleiddu áli
- Meðaltal á mánuði af útblæstri: <0,8 kg fyrir hvert tonn af framleiddu áli
SO2 (samkvæmt starfsleyfi)
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Bæði Alcoa og Landsvirkjun hafa umhverfisstefnur sem eru settar til að virða umhverfið.
- Sjá nánar:
Alcoa og umhverfið
Uppfært: 1.9.2017 - endurskoðað 13.5.2020
Breytingar á vísi
Á ársfundi verkefnisins 6.maí 2015 var eftirfarandi breyting samþykkt:
Hvað er mælt?
Texti fyrir breytingu: | Texti eftir breytingu |
---|---|
a: Losun rykagna, brennisteinsdíoxíðs (SO2), flúrors (F) og PAH efna ( í kg) á hvert tonn áls sem er framleitt. | a: Losun rykagna, brennisteinsdíoxíðs (SO2) og flúors (F) á hvert tonn áls sem er framleitt. |
Rökstuðningur breytinga:
PAH efni myndast fyrst og fremst við bökun á skautum, en það ferli fer ekki fram hér á landi. Fjarðaál kaupir skautin tilbúin (bökuð) frá verksmiðjunni í Mosjoen í Noregi. Því losna þessi efni ekki í ferli hjá Fjarðaáli og þ.a.l. ekki ástæða til að fylgjast með losun þeirra og starfsleyfi krefst þess ekki. Áfram er fylgst með styrk þessara efna í andrúmslofti.
Þessi vísir var upphaflega númer 17.2a og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 4.4.6 | Losun rykagna |
2007 | 2.14a | Loftgæði |
Grunnástand
Rykagnir | Brennisteinsdíoxíð (SO2) | Flúor | |
---|---|---|---|
2007 | Heildarlosun ársins: 11,7 kg | Heildarlosun ársins: 501 kg | Heildarlosun ársins: 17 kg |
2008 | 0,42 kg/tonn ál | 11,32 kg SO2/tonn ál | 0,34 kg F/tonn ál |
Forsendur fyrir vali á vísi
Loftgæði skipta máli fyrir heilbrigði fólks. Tryggja þarf að útblástur lofttegunda frá álveri muni ekki valda loftmengun og draga þar með úr lífsgæðum íbúanna. Umhverfisgæði eru einn þáttur sem skiptir máli fyrir sjálfbær samfélög. Útblástur frá álveri flokkast sem bein áhrif framkvæmdanna á loftgæði í næsta nágrenni álversins.
Ítarefni
Nánar er fjallað um losun í andrúmsloft í Samfélagsskýrslu Alcoa Fjarðaáls.