Framvinda
Mynd 1: Álagt nettó útsvar (án framlags jöfnunarsjóðs) í Fjarðabyggða, Múlaþingib, Vopnafjarðahrepp og Fljótsdalshrepp á árunum 2002-2020 á verðlagi ársins 2020.
a: Fjarðabyggð í núverandi mynd varð til við sameiningar árin 2006 og 2018. Árið 2006 sameinuðust Fjarðabyggð, Mjófjarðarhreppur, Austurbyggð (sem varð til 2003 við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps) og Fáskrúðsfjarðarhreppur. Árið 2018 sameinaðist svo Breiðdalshreppur og Fjarðabyggð. Mynd 1 sýnir álagt samanlagt nettó útsvar í Fjarðabyggð og þeim sveitarfélögum sem hafa sameinast Fjarðabyggð á árunum 2002-2022.
b: Múlaþing í núverandi mynd varð til við sameiningu Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar, Djúpivogs og Fljótsdalshéraðs árið 2020. Mynd 1 sýnir álagt samanlagt nettó útsvar í Múlaþingi og þeim sveitarfélögum sem sameinuðust í Múlaþing á árunum 2002-2022.
Uppfært: 17. október 2023
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga sótt 17. október 2023
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum*. (Áhrif framkvæmda: óbein).
Áætlun um vöktun
Sveitarfélög á Austurlandi munu útvega þessar upplýsingar árlega.
Markmið
Á ekki við.
Breytingar á vísi
Þessi vísir var upphaflega númer 15.1 . Þá hét hann Fjárhagsstaða sveitarfélaga og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 3.2.1 | Útsvarstekjur |
2007 | 3.5a | Fjárhagsstaða sveitarfélaga |
Í upphafi var mælikvarðinn skilgreindur sem "Tekjur af framkvæmdum sem hlutfall af heildartekjum sveitarfélaga" en þegar upplýsingum var safnað fyrir árið 2005 var mælikvarðanum breytt í "Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum" - Ástæðan var sú að ekki reyndist mögulegt að nálgast upplýsingar fyrri mælikvarða en upplýsingar um útsvar er hægt að nálgast í árbókum sveitarfélaga sem veita fróðlegar upplýsingar um áhrif framkvæmda á tekjustofna sveitarfélaga.
Grunnástand
Sveitarfélög | Tekjur (í þús. króna) | Útgjöld (í þús. króna) | Tekur/Útgjöld hlutfall |
---|---|---|---|
Austur-Hérað | 894.708 | 910.107 | 0,983 |
Norður-Hérað | 109.820 | 111.838 | 0,982 |
Fellahreppur | 168.986 | 181.159 | 0,933 |
Austurbyggð | 431.413 | 477.795 | 0,903 |
Fáskrúðsfjarðarhreppur | 20.269 | 19.638 | 1,032 |
Fjarðabyggð | 1.407.409 | 1.419.177 | 0,992 |
Fljótsdalshreppur | 38.530 | 39.158 | 0,984 |
Borgarfjarðarhreppur | 61.371 | 58.737 | 1,045 |
Breiðdalshreppur | 107.225 | 128.387 | 0,835 |
Djúpavogshreppur | 209.948 | 228.598 | 0,918 |
Mjóafjarðarhreppur | 10.807 | 11.560 | 0,935 |
Seyðisfjarðarkaupstaður | 404.161 | 424.244 | 0,953 |
Skeggjastaðahreppur | 41.933 | 50.079 | 1,037 |
Sveitarfélagið Hornafjörður | 958.469 | 1.031.925 | 0,929 |
Vopnafjarðarhreppur | 320.146 | 366.972 | 0,872 |
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Árbók sveitarfélaga 2003.
Sveitarfélög | Tekjur (í þús. króna) | Útgjöld (í þús. króna) | Tekjur/Útgjöld hlutfall |
---|---|---|---|
Fljótsdalshérað | 1.173.514 | 1.203.104 | 0,975 |
Fjarðabyggð | 1.869.898 | 1.928.170 | 0,970 |
Fljótsdalshreppur | 38.530 | 39.158 | 0,984 |
Borgarfjarðarhreppur | 61.371 | 58.737 | 1,045 |
Breiðdalshreppur | 107.225 | 128.387 | 0,835 |
Djúpavogshreppur | 209.948 | 228.598 | 0,918 |
Seyðisfjarðarkaupstaður | 404.161 | 424.244 | 0,953 |
Vopnafjarðarhreppur | 320.146 | 366.972 | 0,872 |
Samtals | 4.184.793 | 4.377.370 | 0,956 |
Uppfært: 20. nóvember 2017
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga.
Forsendur fyrir vali á vísi
Framkvæmdirnar á Austurlandi munu líklega skila sveitarfélögum auknum tekjum bæði vegna beinna skatttekna af fyrirtækjum sem tengjast framkvæmdum og vegna skatttekna af þeim störfum sem skapast óbeint vegna þeirra. Á móti kemur að kostnaður sveitarfélaga mun einnig aukast þar sem fjölgun íbúa krefst meiri þjónustu. Eftirfarandi eru dæmi um þá þjónustu sem sveitarfélög sinna:
- Félagsleg þjónusta
- Tækniþjónusta
- Menntun, menning, íþróttir og afþreying
- Gatnagerð, umhverfis- og skipulagsmál
- Rekstur hafna (ef við á)
-
Vatnsveitur og hitaveitur