Fara í efni

Framvinda

Framlegð sveitarfélaga sýnir skatttekjur sveitarfélaga að frádregnum rekstri málaflokka (A hluti).

 
Sjálfbærni.is

Mynd 1. Framlegð Fjarðabyggðara, Múlaþingsb, Vopnafjarðahrepps og Fljótsdalshrepps. sem hlutfall af tekjum. 

a: Fjarðabyggð í núverandi mynd varð til við sameiningar árin 2006 og 2018. Árið 2006 sameinuðust Fjarðabyggð, Mjófjarðarhreppur, Austurbyggð (sem varð til 2003 við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps) og Fáskrúðsfjarðarhreppur. Árið 2018 sameinaðist svo Breiðdalshreppur og Fjarðabyggð. Mynd 1 sýnir framlegð sem hlutfall af tekjum í Fjarðabyggð og þeim sveitarfélögum sem hafa sameinast Fjarðabyggð á árunum 2002-2023.

b: Múlaþing í núverandi mynd varð til við sameiningu Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar, Djúpivogs og Fljótsdalshéraðs árið 2020. Mynd 1 sýnir framlegð sem hlutfall af tekjum í Múlaþingi og þeim sveitarfélögum, sem sameinuðust í Múlaþing, á árunum 2002-2023.

Hrágögn í excel skjali

Uppfært: 26. nóvember, 2024
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga sótt 26. nóvember 2024

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Framlegð sveitarfélaga á Austurlandi (áhrif framkvæmda: óbein).

Áætlun um vöktun

Sveitarfélög á Austurlandi munu útvega þessar upplýsingar árlega.

Markmið

Á ekki við.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 3. maí 2016 var eftirfarandi breyting samþykkt á þáverandi vísi. Á þeim tíma voru vísarnir 3.5.1-3.5.4 allir undir sama vísis númerinu (3.5) og voru þá með bókstaf (a-d) fyrir hvern vaktaðan lið.

Tafla 1. Hvað er mælt? (Vísir 3.5 árin 2007-2020)
Texti fyrir breytingu Texti eftir breytingu

a. Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum.
b. Hlutfall tekna og gjalda sveitarfélaga (að meðtöldum fjármagnsliðum)

a. Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum
b. Hlutfall tekna og gjalda sveitarfélaga (að meðtöldum fjármagnsliðum)
c. Framlegð sveitarfélaga á Austurlandi
d. Skuldastaða sveitarfélaga á Austurlandi

Rökstuðningur:

Vísirinn var ræddur í hópavinnu á ársfundi 2015 og var niðurstaða hópsins að halda vísinum inni en bæta við framlegð og skuldastöðu sveitarfélaga.


Þessi vísir var upphaflega númer 15.1 . Þá hét hann Fjárhagsstaða sveitarfélaga og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 2. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 3.2.3 Framlegð
2007 3.5c Fjárhagsstaða sveitarfélaga

Grunnástand

Tafla 3: Sveitarfélög á Austurlandi: Tekjur og útgjöld 2002
Sveitarfélög Tekjur (í þús. króna) Útgjöld (í þús. króna) Tekur/Útgjöld hlutfall
Austur-Hérað 894.708 910.107 0,983
Norður-Hérað 109.820 111.838 0,982
Fellahreppur 168.986 181.159 0,933
Austurbyggð 431.413 477.795 0,903
Fáskrúðsfjarðarhreppur 20.269 19.638 1,032
Fjarðabyggð 1.407.409 1.419.177 0,992
Fljótsdalshreppur 38.530 39.158 0,984
Borgarfjarðarhreppur 61.371 58.737 1,045
Breiðdalshreppur 107.225 128.387 0,835
Djúpavogshreppur 209.948 228.598 0,918
Mjóafjarðarhreppur 10.807 11.560 0,935
Seyðisfjarðarkaupstaður 404.161 424.244 0,953
Skeggjastaðahreppur 41.933 50.079 1,037
Sveitarfélagið Hornafjörður 958.469 1.031.925 0,929
Vopnafjarðarhreppur 320.146 366.972 0,872

Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Árbók sveitarfélaga 2003.

Tafla 4: Grunnástand með síðari sameiningum - Hornafjörður fór suður og Skeggjastaðahreppur norður
Sveitarfélög Tekjur (í þús. króna) Útgjöld (í þús. króna) Tekjur/Útgjöld hlutfall
Fljótsdalshérað 1.173.514 1.203.104 0,975
Fjarðabyggð 1.869.898 1.928.170 0,970
Fljótsdalshreppur 38.530 39.158 0,984
Borgarfjarðarhreppur 61.371 58.737 1,045
Breiðdalshreppur 107.225 128.387 0,835
Djúpavogshreppur 209.948 228.598 0,918
Seyðisfjarðarkaupstaður 404.161 424.244 0,953
Vopnafjarðarhreppur 320.146 366.972 0,872
Samtals 4.184.793 4.377.370 0,956

Uppfært: 20. nóvember 2017
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga.

Forsendur fyrir vali á vísi

Framkvæmdirnar á Austurlandi munu líklega skila sveitarfélögum auknum tekjum bæði vegna beinna skatttekna af fyrirtækjum sem tengjast framkvæmdum og vegna skatttekna af þeim störfum sem skapast óbeint vegna þeirra. Á móti kemur að kostnaður sveitarfélaga mun einnig aukast þar sem fjölgun íbúa krefst meiri þjónustu. Eftirfarandi eru dæmi um þá þjónustu sem sveitarfélög sinna:

  • Félagsleg þjónusta
  • Tækniþjónusta
  • Menntun, menning, íþróttir og afþreying
  • Gatnagerð, umhverfis- og skipulagsmál
  • Rekstur hafna (ef við á)
  • Vatnsveitur og hitaveitur

Sjá skýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005