Skip to content

LV-2017/094 - Fiskirannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts og Gilsár 2016

More info
Title LV-2017/094 - Fiskirannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts og Gilsár 2016
Subtitle Hafrannsóknastofnun HV 2017-034
Description

Veitt var með netum af mismunandi möskvastærðum (netaröðum) á þremur stöðum í Lagarfljóti. Lagðar voru tvær netaraðir á hverjum stað í tvær nætur. Alls veiddust 211 bleikjur og 119 urriðar, auk fjögurra laxaseiða. Þetta er svipuð bleikjuveiði og árið 2014. Urriðaveiðin var heldur lægri miðað við afla á sóknareiningu samanborið við 2014, þó breytilegt sé á milli staða hversu mikið það er. Minnkun má sjá í þéttleika bleikju og urriða á öllum veiðistöðum, metið sem breyting í afla á sóknareiningu, á
milli tímabilanna fyrir virkjun annars vegar og eftir virkjun hins vegar. Einnig hefur dregið úr vexti bæði bleikju og urriða. Breytingar hafa komið fram í fæðu bleikju. T.d. hefur hlutfall rykmýslirfa aukist mjög í fæðu bleikju sem veiddist við Hallormsstað, en hins vegar minnkað í bleikju sem veiddist í Vífilsstaðflóa. Um teljara í fiskvegi í Lagarfossi gengu 57 fiskar upp árið 2016 og í netaveiði neðan Lagarfoss voru skráðir 35 laxar sumarið 2016 og 1 lax sumarið 2015.

File
Download file
Authors
Name Ingi Rúnar Jónsson
Name Friðþjófur Árnason
Name Hafrannsóknastofnun
Taxonomy
Category Vatnalíf
Year 2017
Publisher Landsvirkjun
Keywords Kárahnjúkar, Fljótsdalsstöð, Lagarfljót, Jökla, Jökulsá á Dal, vatnalíf, fiskur, vöktun, bleikja, lax, urriði