Skip to content

LV-2017/070 - Útbreiðsla og ástand seiða og veiði á vatnasviði Jökulsár á Dal og Fögruhlíðará 2016

More info
Title LV-2017/070 - Útbreiðsla og ástand seiða og veiði á vatnasviði Jökulsár á Dal og Fögruhlíðará 2016
Subtitle Veiðimálastofnun HV 2017-028
Description

Gerð var rannsókn á þéttleika og ástandi seiða í Jöklu og hliðarám hennar. Um er að ræða framhald rannsókna sem hófust 2011 til að fylgjast með landnámi laxfiska í Jöklu í kjölfar breytinga vegna tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og veitingu vatns til Lagarfljóts. Við það breyttust skilyrði í Jöklu verulega en hún er nú bergvatnsá utan þess tíma sem jökulvatn fellur á yfirfalli úr Hálslóni síðsumars. Náttúruleg laxa- og bleikjuseiði fundust í Jöklu og þrif seiða virðast almennt góð og vöxtur ekki minni en í hliðaránum. Það virðist sem að þrátt fyrir gruggugt yfirfallsvatn lifa seiði í Jöklu af og hafa náð að klára sinn lífsferil í sjó. Laxar veiddust allt upp að Arnórsstöðum. Lax úr smáseiðasleppingum er því farinn að skila sér á það svæði og náttúruleg hrygning hefur átt sér stað síðan haustið 2013. Telja verður að þessar niðurstöður séu góð tíðindi fyrir eigendur veiðiréttar en 
ástæða til að fylgjast með áfram.

File
Download file
Authors
Name Guðni Guðbergsson
Name Eydís Njarðardóttir
Name Veiðimálastofnun
Taxonomy
Category Vatnalíf
Year 2017
Publisher Landsvirkjun
Keywords Kárahnjúkar, Fljótsdalsstöð, Lagarfljót, Jökla, Jökulsá á Dal, vatnalíf, fiskur, vöktun, bleikja, lax, urriði