LV-2017/070 - Útbreiðsla og ástand seiða og veiði á vatnasviði Jökulsár á Dal og Fögruhlíðará 2016
More info |
Title |
LV-2017/070 - Útbreiðsla og ástand seiða og veiði á vatnasviði Jökulsár á Dal og Fögruhlíðará 2016 |
Subtitle |
Veiðimálastofnun HV 2017-028 |
Description |
Gerð var rannsókn á þéttleika og ástandi seiða í Jöklu og hliðarám hennar. Um er að ræða framhald rannsókna sem hófust 2011 til að fylgjast með landnámi laxfiska í Jöklu í kjölfar breytinga vegna tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og veitingu vatns til Lagarfljóts. Við það breyttust skilyrði í Jöklu verulega en hún er nú bergvatnsá utan þess tíma sem jökulvatn fellur á yfirfalli úr Hálslóni síðsumars. Náttúruleg laxa- og bleikjuseiði fundust í Jöklu og þrif seiða virðast almennt góð og vöxtur ekki minni en í hliðaránum. Það virðist sem að þrátt fyrir gruggugt yfirfallsvatn lifa seiði í Jöklu af og hafa náð að klára sinn lífsferil í sjó. Laxar veiddust allt upp að Arnórsstöðum. Lax úr smáseiðasleppingum er því farinn að skila sér á það svæði og náttúruleg hrygning hefur átt sér stað síðan haustið 2013. Telja verður að þessar niðurstöður séu góð tíðindi fyrir eigendur veiðiréttar en ástæða til að fylgjast með áfram. |
File |
|
Authors |
Name |
Guðni Guðbergsson |
Name |
Eydís Njarðardóttir |
Name |
Veiðimálastofnun |
Taxonomy |
Category |
Vatnalíf |
Year |
2017 |
Publisher |
Landsvirkjun |
Keywords |
Kárahnjúkar, Fljótsdalsstöð, Lagarfljót, Jökla,
Jökulsá á Dal, vatnalíf, fiskur, vöktun, bleikja, lax, urriði |