Skip to content

LV-2014/042 - Kárahnjúkavirkjun

More info
Title LV-2014/042 - Kárahnjúkavirkjun
Subtitle Fallryksmælingar við Hálslón og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2013
Description

Mælingar á fallryki hafa staðið yfir á svæðinu í kringum Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði á hverju sumri frá árinu 2005, þar af í þrjú ár áður en Hálslón var fyrst fyllt af vatni. Mælt hefur verið á 18 stöðum undanfarin ár en sumarið 2013 var ákveðið að fækka mælistöðum niður í 5. Fallryk mældist alltaf undir viðmiðunarmörkum um loftgæði fyrir fallryk. Á tímabilinu júní/júlí, þegar mest hætta er á áfoki frá bökkum Hálslóns, mældist fallryk talsvert hærra sumarið 2013 en meðaltal áranna fyrir og eftir að Hálslón myndaðist. Óvenju þurrt sumar austanlands getur skýrt það að einhverju leyti. Vert er að benda á að meðaltal fallryks á tímabilinu júní /júlí árin eftir að Hálslón myndaðist er hærra á öllum 5 mælistöðum en meðaltalið fyrir myndun Hálslóns.

File
Download file
Authors
Name Gerður Guðmundsdóttir
Name Náttúrustofa Austurlands
Taxonomy
Category Loftgæði
Year 2014
Publisher Landsvirkjun
Keywords Fallryk, mistur, Fljótsdalshérað, Hálslón, Kárahnjúkavirkjun.