LV-2020/042 - Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótdalsheiði.
More info |
Title |
LV-2020/042 - Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótdalsheiði. |
Subtitle |
Framkvæmdir og framvinda 2020 |
Description |
Frá árinu 2009 hefur áburði verið dreift á gróðursnauð svæði austan Hálslóns svo koma megi upp gróðri sem gæti staðist og bundið hugsanlegt áfok úr lónstæði. Heildarstærð uppgræðslusvæðis þar er nú um 899 ha og unnið hefur verið á öðrum 159 ha á Hraunum og við nokkur aðgöng. Árangur hefur verið mjög góður flest árin. Vel hefur árað undanfarin ár þangað til í ár, sem var gróðri sumpart óhagstætt. Svæðin komu ágætleg undan vetri og hægt var að hefja dreifingu á venjulegum tíma eða um mánaðarmótin júní/júlí. Árið 2012 hófst uppgræðsla með áburðargjöf og sáningu á Hraunum, röskuðum, fyrrum framkvæmdasvæðum. Svæðin eru almennt rýr, hátt yfir sjó og erfið í uppgræðslu. Þessi svæði eru nú flest komin vel á veg svo ekki hefur verið borið á þau undanfarin 2 ár. Ekki var heldur borið á svæðin umhverfis aðgöngin út á Fljótsdalsheiði þetta árið. Utan í Tungu hófst uppgræðsla á haugsvæði fyrir fjórum árum eftir nokkurt hlé, milli Glúmsstaðadals og Þuríðarstaðadals, og var haldið áfram þar í sumar. Alls eru uppgræðslusvæðin við Hálslón, á Hraunum og við aðgöng nú rúmlega 1.058 ha. |
File |
|
Authors |
Name |
Rúnar Ingi Hjartarson |
Taxonomy |
Category |
Gróðurstyrking |
Year |
2020 |
Publisher |
Landsvirkjun |
Keywords |
Gróðurstyrking, framvinda, dreifing, áburður,
uppgræðsla, Hálslón, áfok, á Hraunum, sáning,
Fljótsdalsheiði. 443 |