Skip to content

LV‐2017/107 - Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi ‐ Mat á samfélagsvísum og verklagi verkefnisins

More info
Title LV‐2017/107 - Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi ‐ Mat á samfélagsvísum og verklagi verkefnisins
Subtitle LV‐2017/107
Description

Sjálfbærniverkefninu á Austurlandi var komið á fót árið 2004 til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun standa að verkefninu, eru eigendur þess og lykilhagsmunaaðilar ásamt Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði. Verkefnið byggir fyrst og fremst á hugmyndafræði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þar sem tekið er tillit til umhverfis, efnahags og félagslegra þátta. Víðtækt samráð var haft á
sínum tíma, við ólíka hagsmunaaðila, um þau málefni sem lögð voru til grundvallar í vali á sjálfbærnivísum. Vöktun vísanna hefur nú staðið yfir síðan 2007 og hefur Austurbrú haft umsjón með verkefninu síðan 2013. Í tilefni af tímamótum tíu ára vöktunar ákváðu eigendur verkefnisins, í samráði við Austurbrú, að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um gerð úttektar sem fæli í sér rýni á tilgangi og umfangi verkefnis, verklagi og val á vísum, þróun og markmið samfélagsvísanna sem og ávinning, birtingu og eftirfylgni niðurstaðna. Auk þess var markmiðið að greina samfélagsvísana með hliðsjón af félagsvísum velferðarráðuneytisins.

File
Download file
Authors
Name Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
Name Sigrún Birna Björnsdóttir
Name Andrea Gerður Dofradóttir
Name Ævar Þórólfsson
Name Guðný Gústafsdóttir
Name Árdís A. Arnaldsdóttir
Taxonomy
Category Gögn verkefnisins
Year 2017
Publisher Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
Keywords sjálfbærni, Austurland, Kárahnjúkavirkjun, Alcoa Fjarðarál, samfélag, umhverfi, efnahagur, vöktun, sjálfbærnivísar, félagsvísar