LV-2016/059 - Heiðagæsir í varpi og felli á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar árið 2015
More info |
Title |
LV-2016/059 - Heiðagæsir í varpi og felli á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar árið 2015 |
Subtitle |
LV-2016/059 |
Description |
Náttúrustofa Austurlands gerði úttekt á heiðagæsavarp á ytri hluta
Jökuldals og í Hnefilsdal og Húsárdal fyrir Landsvirkjun árið 2015 og taldi
ófleygar gæsir á hluta Snæfellsöræfa.
Varpið jókst verulega á Jökuldal og lítillega í Hnefilsdal frá síðustu
mælingum en fækkaði í Húsárdal. Mögulega má rekja hluta aukningarinnar
í varpi til tilfærslu vegna snjóalaga en í hálendinu voraði seint að þessu
sinni. Að meðaltali voru 3,3 egg í hreiðri og 3,2 ungar með hverju pari.
Víðast hvar fækkaði ófleygum heiðagæsum á þeim hluta Snæfellsöræfa
sem árlega er kannaður. Hlutfall unga af töldum gæsum í júlí var lágt eða
8% og jókst lítillega frá árinu áður þegar það var um 6%.
Samkvæmt skoðun á hlutfalli ársgamalla heiðagæsa í felli á
Eyjabakkasvæðinu þá reyndust þeir vera 26% af heildinni sem er heldur
minna en í mælingu frá árinu 2011 |
File |
|
Authors |
Name |
Halldór Walter Stefánsson |
Name |
Skarphéðinn G. Þórisson |
Taxonomy |
Category |
Fuglar |
Year |
2016 |
Publisher |
Landsvirkjun |
Keywords |
Heiðagæs, varp, felli, Kárahnjúkavirkjun |