Skip to content

LV-2014/096 - Áhrif Kárahnjúkavirjunar á grágæsir

More info
Title LV-2014/096 - Áhrif Kárahnjúkavirjunar á grágæsir
Subtitle LV-2014/096
Description Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort vatnaflutningar úr Hálslóni yfir í Lagarfljót hefðu áhrif á fjölda grágæsa á fellistöðum á Héraði. Með það fyrir augum voru grágæsir taldar af landi og úr lofti árin 2005 og 2013. Við úrvinnslu var einnig stuðst við óbirtar rannsóknir höfundar á fjölda gæsa í varpi og á fellistöðvum á Héraði. Þá er gerð grein fyrir niðurstöðum úttektar á áhrifum sauðfjárveikivarnargirðingar meðfram Jökulsá á Dal á varp- og felligæsir sem framkvæmd var árið 2006. Lítil breyting varð á fjölda grágæsa í varpi og á fellistöðum á rannsóknartímabilinu. Alls sáust 7726 grágæsir árið 2005 en 8750 grágæsir árið 2013. Hin síðari ár hefur grágæsavarp á Héraði þó dregist nokkuð saman en sams konar þróun má sjá utan jökulvatna. Niðurstöðurnar benda því til þess að vatnaflutningarnir hafi haft takmörkuð áhrif á tegundina. Ekki er talin þörf á að fylgjast lengur með grágæsum í tengslum við Kárahnjúkavirkjun. Áhrif sauðfjárveikivarnargirðingar á grágæsir meðfram Jöklu voru lítil.
File
Download file
Authors
Name Halldór Walter Stefánsson
Name Náttúrustofa Austurlands
Taxonomy
Category Fuglar
Year 2014
Publisher Landsvirkjun
Keywords Grágæs, Kárahnjúkavirkjun.