Skip to content

LV-2014/037 - Vöktun skúms á Úthéraði 2005‐2013

More info
Title LV-2014/037 - Vöktun skúms á Úthéraði 2005‐2013
Subtitle LV-2014/037
Description Frá árinu 2005 hefur Náttúrustofa Austurlands komið að vöktun á skúm fyrir Landsvirkjun. Markmið vöktunarinnar er að kanna hvort Kárahnjúkavirkjun og framkvæmdir henni tengdar hafi áhrif á varpþéttleika skúms á Úthéraði, sem er aðalvarpsvæði skúma á Austurlandi. Árið 2013 voru skúmar og hreiður talin á varpútbreiðslusvæði skúms á Úthéraði. Alls sáust 520 skúmar á svæðinu sem er svipaður fjöldi og talinn var í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar árið 2000. Á þessu tímabili hefur fjöldinn þó sveiflast nokkuð. Farvegur Jökulsár á Dal virðist ennþá vera mikilvægasta varpsvæði skúma, en þar verptu 86% skúma á svæðinu. Svo virðist sem varpið við Jökulsá á Dal sé búið að rétta úr kútnum eftir niðursveiflu árið 2011. Hins vegar hefur fækkun í varpi við Geirastaði og Kaldárós milli áranna 2009 og 2011 ekki ennþá gengið til baka. Þrátt fyrir það er heildarþéttleiki skúma á svæðinu meiri árið 2013 en 2011, sem bendir til þess að um tilfærslu innan svæðisins hafi verið að ræða. Enn sem komið er virðast framkvæmdir á svæðinu því ekki hafa haft neikvæð áhrif á heildarþéttleika skúma. Langtímaáhrif framkvæmdanna eru hins vegar óljós
File
Download file
Authors
Name Halldór Walter Stefánsson
Name Náttúrustofa Austurlands
Taxonomy
Category Fuglar
Year 2014
Publisher Landsvirkjun
Keywords Skúmur, Úthérað, vöktun.