Skip to content

LV-2020-039 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns. Áfangaskýrsla 2020

More info
Title LV-2020-039 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns. Áfangaskýrsla 2020
Subtitle LV-2020-039
Description

Landgræðslan hefur séð um vöktun og mælingar á áfoki við austurströnd Hálslóns og í norðurhluta Kringilsárrana frá 2014 að beiðni Landsvirkjunar. Vettvangsferð var farin 6.-8. júlí 2020 þar sem mælireitir voru ljósmyndaðir og þykkt og útbreiðsla áfoks mæld. Jafnframt voru sjálfvirk mælitæki tekin
niður.

Við austurströnd Hálslóns hafði lítið sem ekkert nýtt áfoksefni borist inn á svæðin og virku áfokssvæðin minnkað umtalsvert þ.e. úr 14,6 ha 2019 í 0,9 ha 2020 á Lindabungu og á Kofaöldu úr 16,7 ha 2019 í 11,3 ha 2020. Í Kringilsárrana sýndu niðurstöður frá sjálfvirku mælistöðvunum fram á lítið sem ekkert áfok. Almennt var ekki að sjá nein ný áfoksefni og samkvæmt mælingum á útbreiðslu áfokssvæðanna var stærð þeirra svipuð eða heldur minni eins og nyrst í Rananum þar sem áfokssvæðið hafði minnkað úr 1,8 ha 2019 í 0,9 ha 2020. Áfokssvæði inn með Kringilsá sem er neðan fokgirðinga sem teknar voru niður 2017, hefur þó stækkað lítillega úr 0,9 ha 2019 í 1,1 ha 2020. 

File
Download file
Authors
Name Elín Fjóla Þóransdóttir
Name Guðrún Schmidt
Name Ágústa Helgadóttir
Taxonomy
Category Áfok við strönd Hálslóns
Year 2020
Publisher Landsvirkjun
Keywords Hálslón, Kringilsárrani, áfok, mælingar á áfoki, vöktun með ljósmyndum, áfoksgeirar, sjálfvirkar mælistöðvar, landbrot, fokgirðingar.