Skip to content

LV-2015/104 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.

More info
Title LV-2015/104 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.
Subtitle Áfangaskýrsla 2015
Description

Sumarið 2014 hófst vöktun og mælingar á áfoki við austurströnd Hálslóns og í norðurhluta Kringilsárrana að beiðni Landsvirkjunar. Ljósmyndun vöktunarreita og mælingar á áfoksþykkt og útbreiðslu áfoks fóru fram í júlí 2015. Niðurstöður úttektarinnar sýna að fremur litlar breytingar hafa orðið á áfoksþykkt í mælireitum við austurströnd Hálslóns og í suðurhluta Kringilsárrana frá mælingum 2014 en útbreiðsla áfoksefna hefur hins vegar minnkað að jafnaði. Jafnframt hafa áfoksefni nyrst í Kringilsárrana og í áfoksgeiranum sunnan Hrauka flust til án þess að magn þeirra hafi breyst verulega milli mælinga. Nokkrir áfoksstormar mældust við sjálfvirkar mælistöðvar í áfoksgeiranum síðsumars 2015 eftir að mælingum lauk og voru þeir með þeim stærstu sem hafa mælst í Kringilsárrana hingað til.

File
Download file
Authors
Name Ágústa Helgadóttir
Name Elín Fjóla Þórarinsdóttir
Name Jóhann Þórsson
Taxonomy
Category Áfok við strönd Hálslóns
Year 2015
Publisher Landsvirkjun
Keywords Hálslón, Kringilsárrani, áfok, mælingar á áfoki, vöktun með ljósmyndum, áfoksgeirar, sjálfvirkar mælistöðvar með Sensit kornateljurum, fokgirðingar.