Skip to content

LV-2023/055 - Landbrot á bökkum Hálslóns í Krintilsárrana.

More info
Title LV-2023/055 - Landbrot á bökkum Hálslóns í Krintilsárrana.
Subtitle Úttekt 2023
Description

Landgræðslan hefur annast mælingar á landbroti við strönd Hálslóns í Kringilsárrana frá árinu 2013 að beiðni Landsvirkjunar. Venjan er að mælingar fari fram á um 10 km kafla af strandlengju Kringilsárrana en í ár stóð til að sleppa svæðinu sunnan Hrauka. Áætlað var að mæla og skrásetja landbrot á tveimur dögum en vegna veðuraðstæðna var aðeins fært í Ranann annan daginn og því náðist einungis að mæla nyrsta hluti svæðisins þ.e.a.s. upp með Kringilsánni og stuttan spöl suður með austurbakka Ranans. Að auki bilaði
tækjabúnaður og því var ekki mælt eins langt inn með Kringilsánni og venjan er. Úttektin sumarið 2023 náði því einungis til rúmlega 3,3 km af strandlengjunni og flokkaðist 36,8% með mikið landbrot, 36,9% með talsvert landbrot, 10,7% með lítilsháttar landbrot og 15,6% með mjög lítið eða ekkert landbrot. Ekki voru umtalsverðar breytingar á  landbrotinu á þessum hluta strandlengjunnar frá síðasta ári en þó var heldur minna landbrot upp með Kringilsánni en verið hefur.

File
Download file
Authors
Name Sigurjón Einarsson
Name Elín Fjóla Þóransdóttir
Taxonomy
Category Gróður
Year 2023
Publisher Landsvirkjun
Keywords Hálslón, Kringilsárrani, landbrot, bakkagerð, halli á bakka, hæð bakka, vöktun